jbocklutte
John Bock /Stúlka með Klettasalati
John Bock / Lütte mit Rucola / Li´l One with Aragula
17. 03. 2007 - 15. 04. 2007
 
Opnun Laugardaginn 17.mars klukkan 17. í kjallararými. Kling & Bang gallerí er opid fimmtudaga til sunnudaga frá kl.14-18
AÐVÖRUN, EKKI VIÐ HÆFI UNGRA BARNA.

Kling og Bang gallerí kynnir nýja mynd eftir John Bock; Stúlka með Klettasalati (eða Lütte mit Rucola eða Li’l One with Arugula).
Í myndinni er John Bock fjarstýrt af yfirnáttúrulegum öflum Litlu stúlkunnar (Lütte) og er þannig þvingaður til svívirðilegra athafna. Þannig er líkami fórnarlambsins afbyggður og teikningum komið fyrir á honum. Síðan gerir hann ýmis próf og greiningar. Ákvarðandi eindum er komið fyrir á líkamanum til ákvörðunar á rökgreinandi sannindum. Hrottalega, en stutt tæknilegri kunnáttu, eru líkamspartar teknir af og þeim komið fyrir í eindum sem ákvarða ákjósanlegustu jöfnuna.

Hinn fullkomni hryllingur fyrir betri heim

Kaflar myndarinnar eru ekki við hæfi barna.

John Bock er listamaður sem vinnur í marga miðla. Hann er þekktur fyrir gjörninga sína sem standa allt frá einum degi upp í marga daga. Þar segir hann sögur af heiminum í kringum okkur með því að nota samblöndu af fölskum vísindum, fagurfræðilegum, félagsfræðilegum og pólítískum athugunum. Þetta notar hann til þess að kanna ástand vestræns samfélags í dag. Í gegnum linsu Bocks er rökskilningur okkar á heiminum endurtúlkaður.

Verk Bocks eru óútreiknanleg og í stöðugri breytingu og þróun. Verkin hans umbreytast og fara þvert yfir listræn landamæri. Þau eru skriða sjónrænna áhrifa, þrungin skírskotanna í blóð, ofbeldishneigð og heimsendi en hafa samt alltaf í sér saklausan leik.

Af þeim listamönnum sem komið hafa fram á sjónarsviðið síðastliðna áratugi er John Bock án efa einn þeirra listamanna er vekur hvað mesta furðu og uppörvun. Það er heilsteyptur og ósvikinn kraftur listræns sköpunarafls sem John Bock hefur farið af stað með í för óhefts ímyndunarafls. Með þessum óhefta krafti, sem ekki á sinn líkan innan myndlistarinnar í dag, hefur hann hrist upp í stoðum listheimsins.

Bock skapar gríðarstóran, víðfeðman og aldeilis sérstakan heim sem samanstendur af þúsundum brota sem safnað er saman frá óteljandi listrænum uppsprettum og brotum úr daglegu lífi. Þegar verk hans eru skoðuð þá rennur það umsvifalaust upp fyrir manni að hann passar ekki inn í nein hefðbundin flokkunarkerfi sem við notumst venjulega við til skilgreiningar á myndlist. Verk hans eru einfaldlega ekki þess eðlis að hægt sé að lýsa þeim með hefðbundnum hugtökum samtímalistfræði. Þau lifa utan hefðbundinnar fagurfræði og handan hugtaka tengdum sérstökum miðlum eða listrænum vandamálum.

Ljósmyndir: Jan Windszus / Med leyfi: Klosterfelde, Berlin; Anton Kern, New York / höfundarréttur/copyright John Bock
 
 
johnbock042906 08_john_bock_luette 13_john_bock_luette
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is