gunnhasiposter
Ásmundur Ásmundsson & Gunnhildur Hauksdóttir
G.A.M.A.N. / Pelabörn
29. 07. 2005 - 21. 08. 2005
 
OPNUN föstudaginn 29.júlí kl.17


Hjónasýning; "Pelabörn" og "G.A.M.A.N"

Föstudaginn 29. Júlí klukkan 17, á afmælisdegi ekki ómerkari listamanns en Stanley Kubricks, opna tvær sýningar í Kling og Bang gallerí sem þó tengjast órjúfanlegum böndum. Listamennirnir sem standa að sýningunum eru Ásmundur Ásmundsson og Gunnhildur Hauksdóttir.
Ásmundur og Gunnhildur eru búsett í Berlín og hafa verið ötul við sýningarhald hér heima og erlendis. Nú hafa þau gert sér ferð hingað til lands til að leyfa landanum að njóta sinna nýjustu afurða.
Gunnhildur verður með innsetningunna Pelabörn. Í henni blandar hún saman
ólíkum miðlum, túttar og snuddar saman fígúrum og notast við hverskyns tæknibrellur.
Gunnhildur hefur komið sér í samband við smábarnið í sjálfri sér fyrir þessa sýningu. Um vinnuferlið segir Gunnhildur: “Ég byrjaði að fást við móðurfyrirbærið og mömmuna í ýmsum myndum þegar ég flutti frá Íslandi fyrir þrem árum. Ég byrjaði að vinna skúlptúrinn “Meditation Mama” eða “Mömmuna” sem sýndur var á "Kunstvlaai 5", alþjóðlegri samsýningu í Amsterdam. Það var þriggja metra hár hraukur með mótor sem snerist og mjólk sem útúr guttlaðist í líki rafmagnssnúra. "Frá mömmu færði ég mig yfir barneignir”, heldur Gunnhildur áfram “Ég byrjaði eiginlega að unga út skúlptúrum. Þessir sem ég er með hérna eru vélmenni sem hrista hausana, einhverskonar smábörn, sjúgandi mjólk (rafmagnsnúrur) sem flæðir um allt rýmið útúr pelatúttum sem þó eru lampar. Í miðjunni mun verða einhverskonar móðurskúlptúr."
Ásmundarhluti sýningarinnar kallast G.A.M.A.N. af því það er svo mikilvægt að skemmta sér og hafa gaman. Sýningin segir hann að sé óður til gleðinnar og reyndar alls sem mannlegt er, þó að sjálfsögðu sé hið dýrslega ekki skilið útundan, enda er maðurinn ekkert annað en skepna.
Ásmundur fyllir skúmaskot kjallarans með kynjakörlum á stuttermabolum eða kynstrum öllum af bolaköllum. Einnig sýnir hann fjöruga plastpoka sem eru mannlegir að hluta eins og sagt er.
Ekki er ólíklegt að hjónin verði með svokallaðann hjónagjörning á opnunardaginn sem önnur hjón ættu ekki að missa af. Sýningarnar standa til 21.ágúst og allir eru guðvelkominr, enda ætti eitthvað að vera við allra hæfi ef marka má fyrri verk þeirra hjóna.

Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23 er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 – 18.

athuga einnig vefsíðu:
http://this.is/gunnhildur/gaman/gaman-thumbnails/index.htm
 
 
gunnmynd1 baronessaogholl 20050818_1872 20050818_1873 20050818_1874 20050818_1875 20050818_1876 yfirlistgunnsi gunnsibarn yfirlitasmundur yfirasi asmyndir aveggasi 20050818_1853 20050818_1855 20050818_1856 videoasi fatsoasi videosmyndir asiyfir
 
 
 
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík kob@this.is