|
|
|
Sirra Sigrún Sigurðardóttir - 2008 |
Óvissulögmálið / Uncertainty principle |
16. 05. 2008 - 22. 06. 2008 |
|
OPNUN FÖSTUDAGINN 16.MAÍ KLUKKAN 17.00
Viðtal við Sirru Sigrúnu Sigurðardóttir
Huginn: Við sitjum hérna í Kling og Bang 5. maí 2008, Huginn Þór Arason, Daníel Björnsson og Sirra Sigrún Sigurðardóttir. Við ætlum að ræða sýninguna þína í Kling og Bang gallerí á Listahátíð Reykjavíkur. Þú útskýrir kannski aðeins hvað þú ætlar að gera? Þú ert með skúlptúr og innsetningu í mörgum pörtum, jafnvel mörgum lögum. Mig langaði allavega að þú byrjaðir að fara yfir grunnþætti sýningarinnar.
S: Það verður einn aðalskrúktúr sem er samsettur úr mörgum einingum sem situr á gólfplani, svo er stór mynd sem þekur heilan vegg, svo kemur vídeó yfir þetta allt saman.
H: Yfir þetta allt saman?
S: Já út um allan sal.
H: Þessi skúlptúr sem þú ert að gera, verður úr plexígleri, lituðu plexígleri. Ég sé þetta fyrir mér eins og einhverskonar öldu, eða hvað getum við kallað það, svona vísindalegt graf, stærðfræðileg kúrfa.
D: Já kúrfa
S: Já það má lesa þetta á marga vegu, þetta er form sem að við þekkjum öll.
H: Kassalaga stuðlar.
S: Einhverskonar graf.
D: Þetta virkar líka á mig eins og þegar að maður sér myndir af svona risi, logaritmiskt ris.
H: Já, er þessi mynd ekki fundin, þú vinnur svolítið þannig að þú vinnur rannsóknarvinnu á undan, þú ert að vinna með upplýsingar sem eru fyrir eða sem eru gefnar.
S: Jú, þetta er einmitt byggt á pínulítilli gif. mynd af stöplariti. Svo færi ég það yfir í teikningu, yfir í þrívídd, aftur yfir í teikningu og þaðan aftur í þrívídd og á leiðinni set ég mína liti og mínar stærðir. Reyni að vinna það þangað til það hefur fengið annað samhengi og farið í gegnum mörg samhengi á leiðinni.
H: Og þessir litir, þeir minna mann á regnbogann, þetta er fræðilega litrófið.
S: Já, litla upprunalega myndin var bara litlaus, en eftir að ég fór að vinna með hana setti ég liti, sem ég sá svo að óhugsað hafði ég sett regnbogann , ljós-litrófið eða prisman yfir. Þá reglu hafði ég automatískt sett yfir.
H: Þú hefur unnið með hana þó nokkuð oft áður, getur þú útskýrt aðeins af hverju þú gerir það? Af hverju þú velur þessa grunnuppbyggingu litrófsins.
S: Þetta er bara frum..... hefur innbyggt í sér alla möguleika og má líta á sem skala sem hefur innbyggðar lesanlegar upplýsingar. Þessi litaskali er t.d undirliggjandi því hvernig við skiljum þróun alheimsins í dag. Þar sem kenningar um þenslu hans byggja algerlega á lestri á ljósi sem berst okkur frá stjörnunum.
H: Þú hefur áhuga á grunnformum og kerfum, þeim tækjum sem eru gefin.
S: Já það má kannski kalla þetta formfræði.
H: Formfræðin , hún lifir. Þá komum við líka að því, ef að við vinnum okkur aðeins í gegnum þetta, þá koma upp fleiri grunnhugtök í myndlistinni. Hugmyndir um jafnvægi og spennu og t.d. abstrakt-málverkið sem að er búið að vera að þróast í hundrað ár eða meira. Getur þú sagt eitthvað um það?
S: Abstraktið? Já mér finnst það bara mjög spennandi (allir hlæja) já held að mér hafi alltaf fundist það áhugaverðara en raunsæismálverk t.d. og borið blendna virðingu fyrir fólkinu sem hefur verið að fást við þetta. Fundist spennandi að oft liggja flóknar og kannski mjög andlegar hugmyndir á bak við þessar síðan formlega einföldu niðurstöður eða framsetningar.
D: Það er kannski þessi tenging sem að Huginn er að leita að er grunnhugmyndavinnan, efnisnotkunin er kannski önnur, en það er kannski hvaðan hugmyndirnar koma á bakvið abstraktið og innsetninguna þína sem það skarast.
H: Jú, einhverskonar tilraun til að gera einhver munstur sem fyrir eru sýnileg, jafnvel þá vísindaleg, eða maður leiðir hugann að því. Við erum að tala um prisma, við erum að tala um gröf, sem eru vísindalegar aðferðir til að sýna upplýsingar. Það tengist, allavega í þinni vinnu, kannski svona abstrakt málveksþróun og annarri vinnu.
S: Já, potturinn sem að ég er búin að vera að gramsa í er eitt, en svo er áhugavert að skoða af hverju maður kemur samt aftur að sömu grunnþátturm í útfærslunni, í vinnslunni hefur maður svo marga möguleika á því hvað maður velur .... hvaða leið maður tekur.
H: Þá er kannski áhugavert að skoða hvað er í þínum potti, sem að einhvern veginn leiðir þig áfram í úrvinnslu, getur þú aðeins útskýrt það. Hvað er í pottinum fyrir þessa sýningu?
S: Allir hafa sína eigin fagurfræði sem að hlýtur að virka sem einhverskonar leiðarljós. Maður fer í gegnum mikið af efni, og svo velur þú eitthvað, það hlýtur að vera byggt á þessari fagurfæði í víðum skilningi, eða ég leyfi minni allavega að leiða mig áfram. Það á kannski sérstaklega við sjónrænt efni í pottinum. En grunnurinn fyrir hvað þú skoðar, hvað þú ert að melta, hann er kannski eitthvað allt annað. Í einhverja mánuði er ég búin að vera að skoða, bæði stjörnufræði, stærðfræði og eðlisfræði, sögu fræðihugtaka og hugmynda sem að við tökum sem sjálfsagðan hlut í dag, eða er hluti af okkar heimsýn. Og skoða hvernig þessi hugtök eru tilkomin, ég hef ekki endilega reynt að skilja sjálfar stærðfræðiformúlurnar heldur frekar þessa hugsun á bak við þessa leit, að skilja heiminn. Hvernig það er gert og hvernig það er sett fram, þessi ferill.
H: Eru einhver sérstök hugtök?
S: Mér finnst t.d. áhugavert það sem er að gerast í dag í strengjafræði og möguleikar á að við búum í margföldum alheimi.
H: Það er að segja margar víddir.
S: Já sumar kenningar ganga út á það. Líka hvað hlutir verða á vissan hátt einfaldir þegar þú er komin niður í það smæsta.
H: Hvað með strengjafræðina, getur þú aðeins útskýrt hana.
S: Nei, ég skil hana ekki beint, en mér finnst mjög áhugavert hvernig vísindamennirnir komast að þessari niðurstöðu. Að þessir strengir séu það sem að heimurinn er byggður úr. En maður skilur þetta ekki alveg.
H: Er þetta eins og einhver vefnaður, er það hugsunin?
S: Nei og jú, það er þessi hugmynd um strengi inn í smæstu einingum efnissins, þ.e. kvarkarnir, einhverstaðar þar eru þessir strengir. Hugmyndin er sú að allur heimurinn sé mismunandi tíðni, víbringur á þessum strengjum. Þannig skil ég það, kannski heimurinn sé bara sinfónia. Til þess að þessi kenning eða útreikningur geti gengið upp þurfum við að búa í heimi sem hefur 11 víddir. En það er ekki hægt að skilja allar þessar víddir nema sem tölur, stærðfræði.
D: Ekki nema þrjár víddir, og tíminn.
S: Allt handan við það verður að tala um í tölum. En fyrir mér er allt þetta eitthvað sem kveikir í ímyndunaraflinu.
D: Svo líka þetta stóra kort sem þú ert með, sem sýnir þróun í tíu þúsund milljón ár…..
S: Já, það sé ég sem mynd af öllu eða tilraun til þess að sýna óhemjumikð af upplýsingum á einni mynd. Það er kannski líka áhugavert með upplýsingar, við höfum eiginlega engan annan kost með heimsmyndir annan en að trúa þeirri sem sett er fram á hverjum tíma. En svo breytist hún alltaf, það er ekkert sem er kyrrstætt, það er ekkert sem að verður alltaf eins. Það er aldrei óbreytt ástand.
H: Sem er líka tilhneiging í öllum þínum verkum. Þú sagðir einhvern tímann að þú þyldir ekki eitthvað sem er kyrrstætt.
S: Ég á erfitt með að láta hlutina standa kyrra, það þarf að snúast, blikka eða eitthvað.
D: Sem er ótrúlega fallegt.
H: Já, það er einhver ákveðin sýn.
D: Svona, eirðarleysi í skúlptúrnum
S: Það er áhugavert að sama í hvaða grein eða fagi það er, þá þarf fagfólkið að koma sér saman um einhverja mynd, módel, eitthvað viðmið. (paradigm)
H: Já, já það er einhverskonar samkomulag
S: Svo er hægt að hreyfa sig upp úr þessu viðmiði, það er rannsakað útfrá þessari gefnu grunnmynd.
H: Einmitt. Ert þú kannski að reyna að rannsaka útfrá þessari gefnu mynd?
S: Nei, ekkert þannig, jú ég hlýt að vinna innan einhvers ramma, það er eitthvað sem má sem myndlist, þó að það hafi auðvitað verið brotið mikið upp, þá er samt alltaf einhver rammi, eitthvað sett af reglum.
H: Þannig að þú raðar ólíkum kerfum saman eða upplýsingum og hugmyndum sem tengjast. Þú gefur þér frelsi í að tengja saman. Ég er að hugsa um að þú sért að reyna að finna sameiginlegan punkt. Hvað getum við kallað það? Hvarfpunkt?
S: Jú það er fullt af hugmyndum sem koma þarna saman, þó þær séu búnar að umbreytast einhvern veginn. Það er á einhvern hátt einsog hugmyndin sé ekki lengur með. Ég veit ekki alveg hvernig maður útskýrir þetta. Þegar þú ert búinn að ýta mörgum hlutum inní sama hlutinn er hugmyndin ekki sú sama og hún var.
H: Já er það ekki einhvern veginn þannig. Maður er að hugsa um að það sé einhvers konar áframhald af kerfi. Tökum sem dæmi sýninguna Hreyfingar sem þú varst með í Kling og Bang árið 2006, þar sem að þú útskýrir hreyfingu eða einsog ég upplifði sýninguna, svo ég tali nú bara svona mjög opinskátt og beinskeytt um það, þá var þar einhverskonar kerfisbundin leið til að útskýra einhverja sjónræna virkni.
D: Annars vegar var þetta graf með hreyfimynd af hvernig vindur klýfur kubb og hinsvegar varstu með hinum megin í rýminu fánastöng og varpaðir skuggamynd af fánastönginni sem féll ekki saman við flöktið/hreyfinguna í raunveruleikanum. Þannig að eftirmyndin eða skuggamyndin af fánanum gekk í andstæðu við raunverulega hlutinn, myndaði einhverskonar spennu á milli raunverulega hlutarins og eftirmyndarinnar. Annars vegar þetta graf sem að teiknar hið ósýnilega, það er eitthvað í því að teikna eitthvað sem er ekki sjáanlegt, þó að vindur sé mjög finnanlegur. Hinsvegar ertu með fána sem flöktir í vindinum, en það passar ekki, fellur ekki saman, það gengur ekki upp, og það myndast einhver spenna þar á milli.
H: Þetta var ákveðinn punktur sem maður fann svo líkamlega fyrir sem áhorfandi, setur mann í einhverskonar hólf. Erfitt að útskýra, einhver röðun á hlutum sem koma saman, sem þú, áhorfandinn, verður einhvernveginn í miðjunni.
D: Þá kemur þessi þáttur, þriðja kryddið í sýninguna, þessi síkvika, aldrei eins augnablik sem eru í innsetningunni, að upplifun þín sem áhorfanda eru aldrei eins. Sem er mjög áhugavert, það er einhvað tilviljunarkennt afl í innsetningunni, þá fer allt í einu manneskjan sjálf, óháð því hver það er, að skipta svo miklu máli. Og það hefur ekki endilega með staðsetningu þína að gera inní rýminu heldur frekar er það tíminn. Hvenær ertu þarna inni? Það er augnablikið.
H: Þú verður virkur í því að púsla þessu saman. Þú verður sjálfur kubbur í grafinu.
D: Ég var að átta mig á einhverju frumspekilegu samhengi þessarar sýningar.
Þetta er bara Platón hellirinn; eftirmyndin, frummyndin
S: Já, Listasafn Reykjavíkur skrifaði einmitt þannig í texta um mig fyrir sýninguna Pakkhús Postulanna. Ég hafði ekki kveikt á þessu sjálf, sem er samt svo augljóst þegar búið er að benda á það. Ég hafði samt alltaf hugsað um eftirmyndina af eftirmyndinni en var ekki búin að fara svona langt aftur í tíma heimspekinnar. En á þessum tíma var ég meira að hugsa í tímalegu samhengi, hvernig hlutir eða öllu heldur sagan endurtekur sig, en getur þó aldrei verið ekki nákvæmlega eins við hverja endurtekningu eða hvern hring.
H: Það leiðir hugann að því að það er oft ákveðin endurtekning í verkunum þínum.
S: Já mér hefur þótt það skemmtilegt að leika mér með og nota sömu táknin eða hluti, halda áfram með þau, setja í nýtt samhengi með einhverju öðru, þá breytast þau í eitthvað annað.
D: Nýjar kringumstæður. Verkin þín eru mjög ,,site-specific”. Að vissu leyti vinnur þú útfrá rýminu sem þér er gefið,
S: Já, núna finnst mér mest spennandi að vinna með sjálfan staðinn og hluti sem koma þaðan, þ.e. sýningastaðnum. Bæði þá raunverulega hluti og stemmningu eða nýjar aðstæður á hverjum stað, og blanda því saman við eitthvað sem fylgir mér.
D: Það kallar á ákveðna yfirtöku á rýminu sjálfu, þú gjörsamlega snarbeislar það og setur það undir hnakkinn.
D: Ég held að í þessu samhengi, jafnvel þó fólk þekki ekki eldri verkin þín, að þegar maður gengur inní rýmið þá upplifirðu samt samhengi eða framrás. Maður finnur að þetta er einhver bolti sem er að rúlla, og einhver rannsóknarvinna á formheiminum sjálfum.
H: Já það er eitthvað í þessu myndefni sem hefur einhvern ákveðinn þekkjanleika. Þú finnur fyrir því að þetta er útskýring eða að þarna eru upplýsingar á bakvið, þú þekkir þetta kannski úr fræðibókum.
S: Já líka kosningasjónvarpinu eða skoðannakönnunum til dæmis
H: já eða frá bönkunum...já sem er einhver ákveðinn umsnúningur
S: Mér finnst áhugavert að nota þetta tungumál, sem er samþykkt sem miðlun á upplýsingum. Athuga hvernig það virkiar þegar þú tekur það úr samhengi eða hvernig það breytist í eitthvað annað?
H: Þá breytist það kannski í frumeindir sínar
S: Já, þegar maður strippar það niður. Valið fyrir þessari mynd sem að þessi sýning núna í Kling og Bang hefur hlaðist utaná er líka samtal við listina sjálfa eða umhverfi hennar.
H: Sem tæki og tól og upplýsingamiðlun?
S: Nei, en já jú líka, frekar eru þarna eigindir sem að tilheyra henni, t.d. er þetta eins og stöplar sem eru notaðir til að stilla upp myndlist, en það vantar þessi hefðbundnu listaverk. En þau eru viðstödd sem myndgering á virkni aðdráttaafls. Það er bara fjöldi af undirstöðum fyrir listina. Skákborðið er líka undirstaða, eða leikvöllur.
D: Drögum okkur aðeins nær skákinni því hún er ein af þeim þráðum sem að þú hefur notað áður. En hvað er það nákvæmlega sem þú ert að leita að í skákinni?
S: Ég tefli ekki skák sjálf, en það er eitthvað við þetta kerfi sem hefur endalausa möguleika en hefur vissar reglur og er fyrir sumum fyrirsjáanlegt en öðrum ekki.
H: Já þessar reglur, það eru vissir upphafsleikir.
D: Þetta er líka annað, ég var uppí sveit um helgina, var að keyra og var að velta fyrir mér íslenska orðinu skák. Skák þýðir ekkert annað en afmarkaður reitur. Þegar skurðir eru grafnir þá heita reitirnir á milli skurðanna skák.
S: Já, þetta getur líka fengið að vera bara munstur. Það er kannski ekki nema að þú teljir reitina sem að þetta verður taflborð.
H: Þú varst með svo sterka líkamlega tengingu áður, er það eitthvað sem að þér finnst þú vera að hverfa frá?
S: Ég held að hún komi nú inn. Ég held að hún sé alltaf undirliggjandi og eigi eftir að poppa upp aftur. Hluti af því er hvernig verkin taka yfir rýmið. Það er fyrir mér í beinni tengingu við þetta líkamlega. Með því að ganga inní verkin opnast fyrir þann möguleika að upplifa meira en eingöngu á vitrænan hátt. Það opnar fyrir annarskonar skynjun en að skoða t.d. kyrrstæða mynd.
H: En þú hefur líka tengt þessar líkamspælingar við fjöllistamenn, hvernig þeir beita einum litlum punkti á sínum líkama, til að halda einhverskonar jafnvægi. Mér finnst þú eiga við það einsog eitthvert afl sem maður hefur, að halda jafnvægi.
S: Fyrir mér er þetta myndmál fyrir svo margt. En það má segja að þetta sé tilraun til að nota mannslíkamann sem tungumál, af því að allir skilja líkamann, hann er það sem við eigum öll sameiginlegt, búa í líkama. Hann er þá kannski eitt af þessum grunnformum.
H: Já einmitt
S: Já hann er bara hringur.
H: Er eitthvað í þessari sýningu, núna í Kling & Bang, sem þú getur tengt einmitt þessu?
S: Ekki beint, ég held að það sé svolítið djúpt á það núna. Það er þá bara í því hvernig sýningin er sett inn í salinn. Líkaminn er ekki nærstaddur, þ.e. sjáanlega í verkinu sjálfu. En maður er samt alltaf að vinna út frá mennskum stærðum.
H: Komum aðeins að tungumálinu. Við erum hérna með orð á blaði; time, conditions, connections, leap, Duchamp, Dark field, General soup, symmetry, emptiness, verbal overshadowing, Fabric of Reality, mirror, spectrum, light, gravity. Allt er þetta fengið úr textum sem eru að styðja vísindalegar hugmyndir.
S: Já þetta eru bara nokkur orð sem lentu saman á blaði en orð verða svo opin og skemmtileg þegar þú tekur þau úr sínu línulega samhengi.
D: Ef maður setur þau í abstrakt samhengi hlutanna þá eru þau svo opin til túlkunnar
S: Þau eru mjög skapandi í sjálfum sér.
H: Það er svolítið skemmtilegt að maður áttar sig á því að þetta getur fullkomlega staðið sem orðræða um myndlist. Við gætum bara setið hérna og rætt um Fabric of Reality, hvað er handan hulunnar, dulunnar.
S:Já eins og að breiða út hugmyndir úr einum geira yfir annan.
H: Líka þegar að maður hugsar um hvernig framfarir verða eins og í tækni og heimspeki. Þegar ákveðnum hlutum er raðað saman þá verður til einhver svona hvarfpunktur, einhver punktur sem að maður skilur. Það er einsog heimurinn falli saman, í einhvern brennipunkt og þá opnast í sömu andrá fyrir mann aftur í tímann, hvað er búið að gerast, en þá opnast einnig hugmyndir til að komast áfram um einn reit. Það eru þessir punktar þar sem hlutirnir skerast. Þeir geta gefið manni hugmyndir um hvernig framfarir eiga sér stað og leiðir hugann að leiðum myndlistarmannsins eða hvernig myndlistarmenn vinna. Þar sem þú ert í sömu andrá að draga eitthvað saman, festa eitthvað niður en á sama tíma opnast einhvern veginn allar dyr í einu. Minnir mig á setningu frá Sarah Lucas þar sem hún segir að myndlistarmenn séu í fangelsi eða öllu heldur alltaf að reyna að grafa göng út.
S: Já Ætli maður sé ekki bara alltaf að grafa skurði, búa til skákir.
H: Alltaf að grafa frá einhverjum ákveðnum punktum og draga hluti í ákveðin mengi.
S: Þú ert nú farinn að tala einsog stærðfræðingur.
H: Já, draga í mengi, tengja mengin.
S: Mig langar svolítið að tala um þetta sem teikningu.
H: Já það er áhugaverður punktur, af því að maður upplifir kannski fremur að þetta sé málverk.
D: Já ég sé þetta frekar sem málverk. Þú talar um verkið sem teikningu, hvað áttu nákvæmlega með því? Því þú sem áhorfandi gengur inn í rýmið, sem er með ofgnótt af litum og ekki nóg með að það séu litir heldur eru þeir á hreyfingu, sem gjörsamlega yfirtaka rýmið og mála það. En þú segir teikning?
S: Já ég hef verið að velta þessari spurningu fyrir mér, hvort þetta sé málverk eða teikning, þótt þetta sé náttúrulega hvorugt. Mér finnst þetta vera meira teikning, kannski er það af því að ég hef unnið mikið fyrir þessa sýningu inní tölvunni og þar er maður að teikna en ekki mála.
D: Þannig að þetta er svona tilfinningaleg tenging.
S: Já en ég teiknaði líka á blað, og þurfti að rifja upp gömlu fjarvíddarteikninguna. Sitja heima og teikna blýantsteikningar, það er sjálfsagt þess vegna að mér finnst þetta vera teikning.
D: Það er kannski af því að þrívíddarteikningarnar eru unnar í hnitakerfi en fyrir mér sem áhorfanda eru þær ekki sýnilegar. Þetta er kannski grunnurinn að sýningunni.
S: Þannig að teikningin er meira eins og skissa.
D: En þegar þú segir það, þá er skúlptúrinn í miðjunni í rauninni mikil teikning. Kassar sem mynda þessar hreinu línur en kannski má að sama skapi sjá það sem eitt lag af mörgum.
S:Já það koma mörg lög ofan á grunnteikninguna, videóið sýnir sjálft verkið og rýmið og er þannig varpað yfir sjálft sig. Þá verður til einskonar framlenging og á sama tíma ljós-mynd af skúlptúrnum í gegnum glerið.
H: Varpast þá eftirmynd af skúlptúrnum þannig að hann margfaldast?
S: Já vonandi get ég margfaldað hann.
Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2008.
Artforum - critics´ picks:
One of the most active artist-run spaces in Reykjavik, Kling & Bang, is hosting, on the occasion of the Reykjavik Arts Festival, an exhibition by one of the gallery's founders, Sirra Sigrún Sigurðardóttir. Titled “Uncertainty Principle,” it is an elaborate installation that occupies the vast space and integrates sculpture, video projections, and a photograph. A large construction made of colorful Plexiglas cubes stands atop a black-and-white chessboard drawn on the floor. The cubes rise from the ground, sketching the surreal skyline of a psychedelic town. In their stunning elegance and sensual forms, they suggest a futuristic museum in which the objects on display have gone missing. Surrounding the sculptures are three enormous video projections that animate the gallery walls with shapes and graphs recalling impenetrable mathematical equations or vintage sci-fi movies. Some feature found footage of old scientific experiments downloaded from the Internet, others computer renderings of the Plexiglas sculpture. As in a hall of mirrors, the projections and the sculptures reflect one another, creating an optical confusion that makes the experience of the piece even more hypnotic. On the left wall, a large-scale digital print depicts multiple waves of colors: The artist found an old scientific graph about evolution, from which she removed all the text to leave nothing more than sinuous curves of different hues. The installation evokes a parallel world, a walk-in Neo-Plastic abstraction defined by the infinite possibilities of composition and color.
— Cecilia Alemani
http://www.artforum.com/picks/section=eu&mode=past#picks20554
Kling & Bang gallerí
staðsetning: Hverfisgata 42 - 101 Reykjavík
póstfang: P.O. Box 1450 - 121 Reykjavik
e-mail: kob@this.is |
|
|
|
|
|
|
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |
|