|
|
|
David Askevold 1940 - 2008 |
til minningar um David Askevold / In memory of David Askevold |
23. 01. 2008 - 23. 01. 2008 |
|
David Askevold lést síðastliðinn 23.janúar í Halifax, Kanada. David var okkur í Kling & Bang góður vinur, frábær myndlistarmaður og erum við ævarandi þakklát fyrir að hafa unnið með honum og kynnst. En David sýndi á Íslandi árið 1997 á Kjarvalsstöðum sem hluti af On Iceland og í Kling & Bang vorið 2004, eftirminnilega sýningu er hét Two Hanks.
Takk David Askevold, við gleymum þér aldrei.
Kling & Bang
Frá árinu 1968 til 1974 stóð David Askevold fyrir hinu fræga Project Class þegar hann vann sem leiðbeinandi í Nova Scotia College of Art and Design í Halifax, Kanada.
Á þessu námskeiði bauð hann listamönnunum Vito Acconci, Robert Barry, James Lee Bayers, Mel Bochner, N.E. Thing Company, Jan Dibbets, Dan Graham, Douglas Huebler, Joseph Kosuth, Sol Lewitt, Robert Smithson og Lawrence Weiner að senda inn skriflega hugmyndir að samstarfsverkefnum með nemendunum. Þetta vægast sagt óhefðbundna námskeið varð að flöt sem þróaðist út í verkefni sem varð til þess að sumir áðurnefndra listamanna auk annarra heimsóttu skólann í Halifax en festi einnig Askevold í sessi sem frumkvöðul á sviði konseptlistarinnar sem þá var í mótun.
Upphefðin varð meðal annars til þess að Lucy Lippard fjallað um hann í áhrifamiklu riti sínu Six years: The Dematerialization of the Art of Object from 1966 to 1972, einnig birtist um hann grein eftir Rosalind Krauss „Notes on the Index, Seventies Art in America“ í tímaritinu October árið 1976, og árið 1975 var allt aprílblað þýska tímaritsins Extra tileinkað verkum hans og hann var einnig með í sjöundu útgáfunni af Documenta í Kassel í Þýskalandi. Nýlegri sýningar sýna enn verk hans sem tákn fyrir listsköpun áttunda áratugarins, sýningar eins og Reconsidering the Art Object 1965-75 í Nýlistasafninu í Los Angeles (The Museum of Contemporary Art) árið 1995 og Seventies: Art in Question í Nýlistasafninu í Bordeaux í Frakklandi (Musee dé art Contemporain de Bordeaux) árið 2002.
Í meira en þrjá áratugi hefur David Askevold haldið sýningar, bæði einka- og samsýningar, um alla Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Evrópu. Síðustu sýningar hans telja m.a. New Pictures and Older Videos á Los Angeles Contemporary Exhibitions (2001), 7th Lyon Bienalle of Contemporary Art (2003) og farandsýninguna 100 Artists See God (2004) sem er stýrt af John Baldessari og Meg Cranston.
Þótt eðlilegt sé að halda því fram að rætur verka David Askevolds liggi enn í hefð konseptlistarinnar þar sem að listamenn reyndu að fría sig frá efnishyggju og skipulagi að ofan þá hefur hann með árunum passað sig á gagnrýnin hátt að falla ekki í gryfju þurrar, einfeldnislegrar og formúlukenndrar framleiðslu. Fyrri og núverandi viðfangsefni hans virðast frekar vera yfir alla fylgispekt hafin en að svara straumum myndlistarsögulegrar orðræðu. Í eldri verkum var hann upptekinn af mönnum eins og Johannes Keppler, Franz Anton Mezmer, Levi Strauss og Colin Wilson. Í nýlegri athugunum má sjá vísanir í Sharon Tate, Hank Snow og Hank Williams sem staðsetja verk hans enn frekar innan rýmis mikilfenglegra tilvitnana á eigin forsendum. |
|
|
|
|
|
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |