111_intro
Maria Dembek & Robin McAulay
111 - Maria Dembek & Robin McAulay
15. 05. 2010 - 13. 06. 2010
 
Opnun 15.maí klukkan 18.00.

Fyrirlestur 22.maí kl.16.00; Kati Gausmann og Ingo Fröhlich tala um Torstrasse 111.
Fyrirlesturinn mun fjalla um sögu hússins, hvernig það hefur þróast og alla listamennina sem þar hafa starfað.

www.tor111.de

www.listahatid.is/en

Verk 111 samanstendur af ljósmyndaseríum, teknum á filmu af Mariu Dembek og Robin McAulay í Berlín árið 2009.  Verkið sýnir lífs-og starfsumhverfi fjölmargra samtímalistamanna með aðsetur að Torstrasse 111 í fyrrum Austur-Berlín.  Ljósmyndaraðirnar endurspegla skammvinn augnablik í kvikum síbreytileika þessa einstaka húss.  
Aðalbyggingin var reist um 1880.  Árið 2000, eftir að hafa staðið autt í óratíma var húsið ásamt veglegu hlaði laust til óheftra afnota.  Fyrr en varði höfðu nokkrir listamenn gert sig heimakomna og þeir breyttu húsinu í vinnustofur listamanna, híbýli og listamannarekið gallerí. 

Þetta 500 fermetra hús sem áður var fjörtíu herbergja íbúðarhúsnæði er nú orðið eitt gímald.  Veggir  sem áður afmörkuðu og rými sem tilheyrðu íbúum hafa vikið auk þess sem útgönguleiðir fyrri tíma hafa endurheimt hlutverk sitt. 

Í dag má upplifa arkítektúr hússins sem hefur verið aðlagaður breyttum þörfum íbúa.  Afmörkuð afdrep eldri tíma og spor þeirra sem áður lifðu í þessu húsi eru máð út og húsið fæst við nýtt hlutverk.  Það geymir nú stúdíó, gallerí, hirslur, leikrými, vinnustofur og svefnherbergi- stundum blandast þetta allt í eitt.  Megineinkenni og tilgangur nær alls rýmisins er hverfuleikinn enda er það háð stöðugum áhrifum breytinga.

Undirleikur með ljósmyndunum er hljóðmynd hússins. Þegar verið var að mynda verkið var notast við farsíma til tímatöku fyrir ljósopið og fyrir misgáning var raddupptaka virk á símanum og til varð hljóðskrá fyrir atburðinn.  Hver mynd var tekin með linsuna opna um fimm mínútur.  Á því tímabili átti fólk leið framhjá, samtöl og atburðir áttu sér stað en þrátt fyrir það er það varla sjáanlegt á mynd.

Listamannarekna  galleríið  Torstrasse 111 er  tvíburi Kling og Bang í Reykjavík og í sameiningu vinna þau að fjölmörgum verkefnum og víxlverkun.

Maria Dembek 
Maria Dembek er samtímalistakona og ljósmyndari fædd í Gdansk, Póllandi árið 1975.  Verk hennar eru sprottin úr grunni heimildaljósmyndunnar og fást við félagslega þætti lífsins auk þess að fást við tilraunir í myndbyggingu. Frá árinu 2000 hefur hún tekið þátt í fjölda sýninga og ýmsum verkefnum sem listamaður, menningarfrömuður og sýningarstjóri. María býr og starfar í Danmörku og Póllandi.

Robin McAulay 
Robin McAulay er breskur ljósmyndari og listamaður,  myndheimur hans beinir sjónum að  afgerandi þáttum borgarinnar  með óhlutbundnum eigindum.  Hann fæst mestmegnis við tilraunaljósmyndun þar sem hann tengir gamla fagtækni við póst-módernískar hugmyndir.  Hann hefur tekið þátt í fjölda ljósmyndasýninga.  Robin býr og starfar í Kaupmannahöfn. 

Robin McAulay Photography


Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2010.

Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
101 Reykjavík

Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18.
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is