heklasnowposter
Hekla Dögg Jónsdóttir
Opnanir - Openings
10. 04. 2010 - 02. 05. 2010
 
Laugardaginn 10.apríl klukkan 17 opnar Hekla Dögg Jónsdóttir fyrsta þátt einkasýningar sinnar í Kling & Bang gallerí, sýningu er ber heitið "Opnanir".

Annar þáttur sýningarinnar opnaði 17.apríl, verk unnið af Heklu Dögg og Kolbein Huga Höskuldssonar.

Þriðji þáttur sýningarinnar opnaði 24.apríl.

Fjórði og síðasti þáttur sýningarinnar opnar 1.maí.

Sýningarstjóri: Ásdís Sif Gunnarsdóttir

Sýningin "Opnanir" er leyndardómsfull í eðli sínu og verður ekki útskýrð fyrirfram, rétt eins og að þú veist ekki hvað morgundagurinn býr yfir. Hvert rými verður opnað eins og óopnað bréf, hulinn leyndardómur. Um leið og þú opnar eitt rými, þá glittir í nýtt. Sýningin mun því breytast á sýningartímabilinu; opnun þess sem er þá, sem verður núna, mun skapa af sér möguleika á nýjum opnunum, nýrri sýn og breytileika. Tveir heimar geta átt sér stað á sama tíma segir Hekla Dögg;

"Tvær víddir eru til á sama tíma, snjór sem myndar nýtt landslag, sýn sem að er raunveruleg það augnablik en er horfin á morgun. Videoið í Róm er af hrynjandi snjókomu í umhverfi þar sem hafði ekki hafði snjóað í aldarfjórðung. Fryst pálmatré.

Ég gekk um Róm og kom sífellt að eftirstöðvum hátíðar, confetti sem lá á jörðinni. Þrátt fyrir að veisluhöldunum hafi verið lokið þá lá samt sem áður í loftinu ákveðinn hátíðarbragur. Eftirstöðvar partísins geymir enn einhvern hátíðleika".

Báðar lýsingarnar tengja inn á augnablikið, þegar tíminn stendur í stað.

Frost, snjór, eldgos, eldur og steinar eru efni sem listamaðurinn kannar rétt eins og vísindamaðurinn kannar efnasamsetningar efnis og kemst að niðurstöðu.

Í vísindaheiminum eru niðurstöður og sannanir til fyrir því hvernig tveir heimar geta átt sér stað á sama tíma, “Parallel universe” eða “Multiverse” eru þekkt hugtök í eðlisfræðinni. Þar koma fram myndrænar útskýringar á því hvernig nýhorfin augnablik séu til á öðrum stað í heiminum, að augnblikið er í raun bæði nýliðið en er líka "núna", en við sjáum bara annað hvort. "Many-worlds" kenningin líkir raunveruleikanum við trjágreinar, þar sem að allar niðurstöður eru mögulegar. Að hver heimur eigi sína eigin atburðarrás, að það séu margir heimar til og að allt það sem að hefði hugsanlega getað gerst í okkar fortíð hafi í raun gerst í öðrum heimi.


Þetta verður með miðju, sem er Gullið, Silfrið.
Hið einlæga, ódauðlega, eilífa augnablik.
Kannski í stað fyrir Esjuna, er það blindandi sól.
Það lætur þig svima.

ljóð eftir; Ásdísi Sif Gunnarsdóttur

Sýningin "Opnanir" stendur til 2.maí og er Kling & Bang gallerí að Hverfisgötu 42 opið fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14-18. Allir velkomnir og aðgangseyrir enginn.



Kling & Bang gallery
Hverfisgata 42
IS-101 Reykjavik

Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is