|
|
|
Ragnar Jónasson & Tómas Lemarquis |
Luminous |
25. 09. 2010 - 24. 10. 2010 |
|
Opnun laugardaginn 25.september kl.17.00.
Við höfum frá upphafi tímans barist fyrir lífsafkomu okkar.
Það er í sjálfu sér fyrirfram töpuð barátta þar sem við erum forrituð til sjálfseyðingar og einnig til að ljúka því mikla verkefni að flytjast yfir á ofurhjólið sem leið til að umbreytast í annan geim/stað. Þetta þýðir að húmanisminn líður undir lok sem samhæfð frumörvun og mun fyrir rest leiða til endaloka snertiskynjunarinnar, sem og lyktar-, sjón- og heyrnarskynjunarinnar.
Skynjun þessi í heild mun hins vegar verða búin að hjálpa okkur að skilja hvernig við getum tekist á við hljóðfalls-tíðnir og útvegað okkur tækin til að hvort tveggja stjórna þeim og gera að okkar. Staðreyndin er sú að á meðan við flæðum með forritun mannsins erum við að skapa hljóðfall innan hins flókna strúktúrleysis alheimsins.
Vandinn við sjálfsvitundarveiruna er að hann mun ætíð draga umlykjandi umhverfi inn í tilveru sína og halda því áfram til að lifa. Þetta á sér raunverulega táknmynd í geimnum og er aðeins hægt að skýra sem svarthol.
Miðja sjálfsins býr yfir þeim mætti að geta innhverft raunveruna og ekki aðeins innhverft heldur einnig dregið athygli hennar að heildrænni tilveru annarra efna í kring. Þetta, kenningunni samkvæmt, getur verið upphafið að nýju vist- og stjörnukerfi sem hugsanlega má, er nær dregur, þróa út í fullkomlega starfhæft sólkerfi. Þetta er reyndar í mótsögn við undirstöðuhlutverk hins innhverfða sjálfs en sjálf virknin getur skapað sjálfsvitund formgerða sem í bland við vilja, getur undist upp í kerfi umhverfis sjálfið og oftar en ekki tekið að sér hið óeigingjarna verk: að verja sjálfið.
Á þessari stundu er þetta kunngjört af svona kerfi þróuðu af sjálfi sem kallað hefur á fjölagaðar æfingar í afkomuskyni, á meðan það er í raun forritað til sjálfseyðingar.
Eina leið þessa kerfis til að takast vel upp er að skilja virkni þess og miðja sjálf þess í því skyni að hryngera skynjun þess. Hin sanna fegurð þessa kerfis er sú að erfðafræðilegar minningar eða sjálfið mun á endanum finna annað kerfi og þar af leiðandi skapa teppi eða erfðafræðilegt form sem mun reyna að ná yfirráðum yfir geimheiminum. Og svo aftur á móti þá er fegurð geimheimsins sú að hann mun halda áfram að þróast sem sjálf af sjálfum sér en mun oft og tíðum nota orkulindir sínar frá hreyfingunni sem birtist í hnitakerfinu.
Grundvallarsannleikurinn og aðaluppspretta atburða hér er útþensla en það er grafið djúpt í hverja og eina sellu sem lifir í sólkerfinu.
Luminous
Viðtal Haraldar Jónssonar við Ragnar Jónasson og Tómas Lemarquis 6/9´10
H: Hvað eruð þið að pæla?
T: Við Ragnar höfum verið í samræðum síðan við tókum þátt í Berliner Liste með Kling og Bang árið 2005. Í ljós kom sameiginlegt áhugasvið um andleg málefni í víðasta skilningi þess orðs. Við höfum báðir áhuga á að kanna mörk mismunandi vídda. Hér má nefna mörk vitundar og dulvitundar eða þessa heims og annarra. Það varð úr að viðfangsefni okkar á sýningunni tengdist þessu efni, en við höfum nálgast efnið á ólíkan hátt þó báðir beitum við blöndu af húmor og alvöru.
R: Við höfum tekið saman andlegt ferðalag í 1 1/2 ár og sent á milli okkar tengla og hugmyndir. Það má segja að þetta sé hugmyndafræðileg samvinna út frá þeim pælingum en verkin höfum við unnið sjálfstætt.
H: Þú velur að kalla verkið þitt Mysterium tremendum stuttmynd en þetta er í rauninni hrattkeyrt powerpoint show, en það gengur í sjálfu sér fullkomlega upp að kalla það stuttmynd. En það lýsir ákveðinni bjögun sem einkennir verk ykkar beggja –Söfnunaráráttan hjá Tómasi – Þú ert eins og internet nomade, svona nethirðingi, sem ert á andlegu og líkamlegu ferðalagi um internetið í leit að hlutum og þemum. Líkt og þín andlegu ferðalög eins og til dæmis til Nepal. Og Ragnar að vinna með með það lífræna og hið stafræna, einhverskonar vöxt.
Ég fer á vissan hátt út úr líkamanum við að horfa á verk ykkar beggja –það má kannski segja að það sé ákveðin þensla, ofskynjun og jafnvel hugvíkkun. Hugvíkkun sem verður til þess að hugurinn springur og það myndast gat og þar er eitthvað annað efni, eins og til dæmis ectoplasminn þinn Ragnar. Útfrymið.
R: Það er einmitt eins og ég er að hugsa þetta líka með þetta stafræna og svo þetta náttúrulega. Það er sama uppbyggingin í þessu öllu saman, ef að við efnagreinum börkinn á trénu og fáum upp formúluna eða stærðfræðina þá erum við komin með stafrænar upplýsingar. Ég hef verið að hugsa þetta þannig að ef þú blandar þessu saman sem hreinum einföldum efnum í huganum þá myndast þetta gat, eða gatið í matrixinu. Það verður að vissri leið út eða kannski leið til að átta sig á þriðja efninu. Ég hef nú oft hugsað það að list hjá flestu fólki samanstendur af tveimur andstæðum hugmyndum svo eru það þessar samræður sem eiga sér stað þar á milli.
H: það er merkilegt að þú skulir nefna það því svo er það eins og ég skynja sérstaklega hjá Tómasi að það er ekkert verið að gera upp á milli heldur er þetta nokkurskonar flæði, einhverskonar ofgnótt. Svo heyri ég í hljóðverkinu þínu Ragnar að þú talar um einhverskonar hrun "strúktúra". Við erum komin inn í annan heim, skynjun okkar hefur breyst mikið.
T: Stuttmyndin mín Mysterium tremendum lýsir því sem gerist þegar maður lokar augunum og er gripinn af taumlausu hugsanaflæði. Það er þessi endalausa innri samræða sem heldur okkur frá andartakinu. Inn á milli birtir þó til í óveðri hugans, það hægir á andardrættinum og kyrrð færist yfir. Þessi punktur í okkur þar sem algjör þögn ríkir sé ég fyrir mér sem dularfulla ljósaborg í mótvægi við hugsanarússíbanann. Í raun á myndin ekki að fjalla beint um hugann eða skynjunina heldur frekar að vera hugurinn og skynjunin.
R: Svo kannski tengist það einmitt málverkinu mínu þetta með innri samræðurnar. Það er hugmyndin um "the aluminatie" og þetta að vefja álpappír um höfuðið til þess að loka fyrir hugsunalestur. Þetta var fólk sem var með samsæriskenningar sem notaði þetta til þess að rugla mögulegan hugsanalestur. Það er þessi pæling um að loka sig af til að verða fyrir einhverri vitrun eða bara loka sig af punktur. Þetta er einn af þessum hlutum sem ég vildi að væri þarna inni, en ég á nú kannski svolítið eftir að vinna úr því enn þá, hafa þetta ekki allt neglt niður.
H: Já það er líka skemmtilegt, svona leikur með grundvallaratriðin í listinni, þið eruð að þreifa í ýmsar áttir og þetta er auðvitað alveg þrælflippað hjá ykkur, sem er gott, fólk hefur mikla þörf fyrir það í dag.
R: Ég var nú bara að leita af kerfisvillum um daginn fyrir titla af myndum, það er alveg stórkostlegt að lesa það, það er bara rosalega hollt fyrir sálina að skoða kerfisvillur það leysir öll sálrænu vandamálin á augabragði. Það er hægt að einfalda þetta heilmikið.
H: Mér finnst þið vera að vinna á þessum sviðum það er forritun og síðan textar, jafnvel frumgerð eða kannski út í dna?
T: Textarnir þínir er í raun svona ósjálfráð skrift a vissan hátt.
R: Þetta er nú kannski bara að læra að hlusta á ástandið.
T: Þetta er svona flæði út. Og myndirnar mínar eru það líka, svona undirmeðvitundar gubb.
R: Svo er það ektoplasminn (útfrymið) þar sem ég er að reyna að gera eitthvað sem er ósýnilegt sýnilegt. Verkið verður til út frá hugmynd – en hvernig liti hugmyndin út án verks? Ég vinn þetta þannig að ég fæ hugmynd og svo geri ég verk eins og þennan útfrymisskúlptúr, þetta stóra glansandi blobb. Það er búið að pakka því inn og setja slaufu á þetta en hugmyndin er allt önnur. Þetta er í raun ósýnileg myndlist og það er kannski ekki hægt gera þetta sem verk, það má líkja þessu við etherheiminn – verk sem er til í þeim heimi- hvernig yrði það?
T: Svo er nú líka hægt að tala um það hvernig maður vinnur úr uplýsingum í dag, internetinu líkt og í músíkinni, það er að segja í flæðinu og endurtekningunni, það er allt að sýna manni þennan takt.
H: Það er eins og með teknóið, þar er ákveðin hröðun sem á sér stað, kannski eftir iðnbyltinguna eða tölvubyltinguna. Þá er þessi endurtekning alveg grunvallarstef, ekki bara í líkama okkar eins og til dæmis í hjartslætti og andardrætti heldur einnig í kyrjun til að komast í eitthvað ástand. Það má segja að þessar andlegu rætur sem þið eruð í, að þar eruð þið að kippa í ákveðinn þráð í sögunni sem tengist frumkrafti og sjamanisma.
Það sem tengir ykkur er þetta millibilsástand, þetta gap á milli heima– þetta limbo sem við erum í.
R: Er það ekki langáhugaverðasti staðurinn?
H: Maður er líka í ákveðnu millibilsástandi inni í Kling og Bang, maður stígur inn af Hverfisgötunni, þessari krimmagötu, inn í hálf heilagt rými sem sýningarsalur er alltaf. Maður er í ákveðnu millibilsástandi þar sem maður kemur inn af götunni í galleríð og fer í andlegt ástand. Listin er nú einmitt það sem mun bjarga okkur. Og svo eru listamennirnir að sýna okkur ýmsar leiðir eða myndagátur. Svo labbar maður aftur út á krimmagötuna og fær bara kjaftshögg.
Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
101 Reykjavik
Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18 |
|
|
|
|
|
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |