clauscarstensen
Claus Carstensen
Silent Room, Silver Room
28. 05. 2011 - 26. 06. 2011
 
Opnun laugardaginn 28.maí kl.17.

Í myndlist Claus Carstensen birtist sterkur sögulegur og pólitískur skilningur sem skorar á áhorfandann og krefst athygli hans með hreinum krafti pensilskriftar, lita og samsetningar – viðfangsefnið oft ofbeldiskennt, óþægilegt og ófyrirgefanlegt. Carstensen kafar ofan í vitund okkar, vilja og nautnir.

Nýjustu málverk Carstensen byrjuðu sem klippimyndir, samstettar úr teikningum, fundnum bæklingum og öðru „lánuðu” myndefni. Í þessum verkum, sem nú geta talist hans einkennandi stíll, blandar Carstensen saman, án aðgreiningar, mismunandi miðlum, ferlum, verkfærum og aðferðum til að skapa myndefni sem er á sama tíma abstrakt og hlutlægt, súrrealískt og eiginlegt. Rétt eins Carstensen beinir hefðbundnum hugmyndum um list-gerð út á brúnina og lengra, knýr hann áhorfendur til að útvíkka sjón og hugsun yfir hefðbundin landamæri merkingar og reynslu.

Ferill Carstensen jafnt sem skálds og myndlistarmanns nær frá árinu 1979, hann hefur sýnt víða í Evrópu sem og í Ástralíu, Bandaríkjunum, Suður-Afríku, Kanada og Brasilíu. Claus Carsensen var fulltrúi Danmerkur á Sydney tvíæringnum 1992, Sao Paolo tvíæringnum 1994 og Feneyjatvíæringnum árið 1997. Claus Carstensen kenndi sem prófessor við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn á árunum 1993 til 2002.

Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
IS-101 Reykjavik

Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is