|
|
|
Magnús Pálsson |
Gengið á vatni - Walking on water |
03. 03. 2012 - 01. 04. 2012 |
|
GJÖRNINGURINN ´SPUD´ENDURFLUTTUR FÖSTUDAGINN 16.MARS - KL.17.30
Opnar laugardaginn 3.mars klukkan 17.
Laugardaginn 3. mars kl. 17 opnar Magnús Pálsson sýninguna Gengið á vatni í Kling & Bang galleríi að Hverfisgötu 42. Á sýningunni eru fjórir nýir skúlptúrar auk verka á pappír frá 1965.
Verkin í Gengið á vatni vekja margvíslegar hugrenningar um sjálfið, samfélagið, listina, trúarbrögð og kitschið en í samtali við Hönnu Styrmisdóttur, sýningarstjóra, sem birt er í sýningarskrá, segir Magnús: “Það sem vaknar, hugartengslin sem verða til, er akkúrat það sem ég vil þó að ég sé ekki beint að leita eftir því. Ég er að setja fram eitthvað pínulítið af sjálfum mér. Ef það er svolítið grín þá finnst mér það skemmtilegast.”
Ferill Magnúsar spannar rúma fjóra áratugi en meðal verka hans eru gjörningar, leikverk, hljóðljóð, skúlptúrar, bókverk og teikningar auk sviðsmynda fyrir leikhús þar sem hann hóf feril sinn. Magnús hefur haft mikil og djúpstæð áhrif á þróun myndlistar á Íslandi síðustu áratugi, ekki eingöngu með listsköpun sinni þvert á listgreinar heldur einnig, og ekki síður, með kennslu sem hann lýsir sjálfur sem ‘geggjuðustu listgreininni’.
Einkenni á verkum hans er samstarf við aðra listamenn og einlæg virðing fyrir framlagi allra sem að verkunum koma. Hann lýsir afstöðu sinni til listarinnar svo: ‘Listin er líka að skapa víttumgrípandi verk með þátttöku margra sem allir leggja fram sinn sköpunarkraft; risastórar lífssymfóníur, þar sem hinn svokallaði höfundur leggur aðeins til rammann að verkinu, sem síðan einstaklingar fylla út í, svo verkið verður kannski mjög frábrugðið því sem höfundurinn gat nokkurn tímann ímyndað sér.’
Sýningunni lýkur 1. apríl.
Viðtal við Magnús Pálsson er í sýningarskrá á sýningu.
Einnig annað viðtal og upplýsingar á European Live Art archive :
http://www.liveartarchive.eu/archive/artist/magn%C3%BAs-p%C3%A1lsson
Gjörningurinn SPUD, fluttur á opnun:
http://vimeo.com/37982229
Viðtal við Magnús Pálsson; Okkar á milli á RÚV:
http://www.ruv.is/sarpurinn/okkar-a-milli/07032012
Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
IS-101 Reykjavik
Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18 |
|
|
|
|
|
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |