|
|
|
A kassen - 1857 - Reykjavik Arts Festival |
A kassen - 1857 - Listahátíð í Reykjavík |
19. 05. 2012 - 16. 06. 2012 |
|
OPNUN LAUGARDAGINN 19.MAÍ KLUKKAN 17
Sýning framlengd til 16.júní
(I)ndependent People: Collaborations and Artist Initiatives
Sjálfstætt fólk: Myndlistarhluti listahátíðar í Reykjavík 2012
1857, A Kassen, Kling & Bang,
Kling & Bang er í senn vettvangur og þátttakandi í hinni viðamiklu sýningu Sjálfstætt fólk, myndlistarhluta Listahátíðar í Reykjavík 2012, sem leggur undir sig nokkra sýningarstaði í Reykjavík í sumar. Í sýningunni sem sett er upp í húsnæði Kling & Bang á Hverfisgötu er leikið með veraldleg og efnisleg mörk hinnar hefðbundnu myndlistarsýningar. Með kímni og tæknilega næmni í fyrirúmi eiga báðir hóparnir sem þar sýna í samtali við fyrri sýningar Kling & Bang og vísa um leið til konseptlistar og mínimalisma sjöunda áratugarins, gjörninga- og popplistar.
Í janúar síðastliðnum sendu listamennirnir í 1857 flöskuskeyti frá Senegal í þeirri von að Norður-Miðbaugsstraumurinn og Golfstraumurinn myndu bera það til Íslands tímanlega fyrir opnunina 19. maí. Að sögn listamannanna er miði í flöskunni með nafni sýningarstjórans og símanúmeri þar sem finnanda skeytisins er boðið að vera fulltrúi 1857 á sýningunni í Reykjavík. Allur kostnaður er sagður greiddur. Ef enginn gefur sig fram munu listamennirnir halda af stað í leit að flöskunni. 1857 rekur gallerí í gamalli timburgeymslu í Grønland hverfinu í Ósló og hefur verið í sambandi við norska rannsóknarstofnun um að greina vinda og hafstrauma og reikna þannig út hvaða leið er líklegast að flaskan fari yfir Atlantshafið. Í sýningarrýminu má sjá merki um þessa rannsókn en vindar og straumar stýra því hvort opnunin í maí markar upphaf eða endi verkefnisins.
Fjórir danskir listamenn mynda A Kassen: Christian Bretton-Meyer, Morten Steen Hebsgaard, Søren Petersen and Tommy Petersen. Þeir nota oft aðferðir gjörningalistarinnar í innsetningum sínum og inngripum í umhverfið. Einkennandi fyrir verk þeirra eru athafnir þar sem þeir breyta sýningarrýminu á lúmskan hátt eða sýna einhverskonar eftirstöðvar eftir athafnir sínar. Stundum er þetta gert á svo hógværan hátt að það er hætt við að enginn taki eftir inngripunum. Ef áhorfandinn er hins vegar nógu athugull gætti hann orðið var um umbreytinguna sem oft er sprottin af sérkennilegum húmor og fer stigvaxandi.
Kling & Bang er margslungið, listamannarekið rými sem nýtur óverulegra fjárframlaga en setur engu að síður upp hágæða myndlistarsýningar með því að nýta þekkingu hópsins sem að galleríinu stendur og það sem hann getur lagt af mörkum til að sýning verði að veruleika. Þessi afstaða Kling & Bang ræður úrslitum hvað varðar framlag A Kassen til sýningarinnar Sjálfstætt fólk. Fyrir sýninguna tóku A Kassen ljósmyndir af mismunandi hversdagslegum hlutum eins og bók eða stól. Hver hlutur er síðan mulinn í duft og bindiefni blandað saman við svo úr verður málning. Þegar hluturinn er þannig kominn í fljótandi form er hann notaður til að mála flöt á vegginn í galleríinu sem er jafnstór að flatarmáli og efnið sem í málninguna fór. Innrömmuð ljósmynd af hlutunum er síðan hengd við hliðina á málaða fletinum eða á hann.
Listamennirnir sem standa að Kling & Bang taka oft beinan þátt í sköpunarferli listamannanna sem þar sýna. Á Listahátíð í Reykjavík bregður Kling & Bang sér annars vegar í hlutverk galleristans með því að bjóða 1857 og A Kassen sýningarrými sitt og hins vegar í hlutverk listamannsins með innsetningu sinni í Listasafni Reykjavíkur þar sem Kling & Bang sýnir safn myndbandsverka eftir fjölmarga listamenn.
Text eftir sýningarstjórann, Jonatan Habib Engqvist.
Nánari upplýsingar á: www.independentpeople.is
Vefslóð A kassen:
http://akassen.com/
Vefslóð 1857:
http://www.1857.no/
Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
IS-101 Reykjavik
Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18 |
|
|
|
|
|
|
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |