tenging_(2012)_videostill_300dpi_copy
Sigurdur Gudjonsson
FJARLÆGÐ - Distance
10. 11. 2012 - 09. 12. 2012
 
Í Fjarlægð kannar Sigurður grunnform skynjunar. Hann vefur saman ósamfelldum myndum, hljóðum og hreyfingu, býr til heildarmynd sem fyllir skynsviðið og ögrar form- og fagurfræðinni. Samlíf og núningur sjónskynjunar og annarrar skynjunar hefur mótað fagurfræði Sigurðar. Heimur verka hans er fjarlægur en dregur áhorfandann líkamlega að sér inn að kjarna verkanna sem nötra af þrá eftir nálægð við merkingu grunnformanna.


Um verkin fjögur sem eru framsett sem eitt verk:

Fjarlægð, ferð niður í svarthol og upp aftur, stálvírar og klettaveggur, Hula, sandfok á Skeiðarársandi, ósýnilegur vindurinn myndar hulu sandkorna um jörðina, Jarðlög, steinflísar á óstöðugum grunni, Tenging, nærmynd af höndum, stálhringir, vír.

Sigurður Guðjónsson (f. 1975) lauk BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og stundaði framhaldsnám við Listaakademíuna í Vín 2003 – 2004. Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum einka- og samsýningum hér á landi meðal annars Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og Hafnarborg. Hann hefur jafnframt sýnt verk sín á einkasýningum erlendis og átt verk á samsýningum víða um heim.

Nánari upplýsingar um verk hans má finna á heimasíðunni www.sigurdurgudjonsson.net

Sýningin verður opnuð laugardaginn 10. nóvember kl 17

Video:
https://vimeo.com/58703747

Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
IS-101 Reykjavik

Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18
 
 
siggigudjkobvefur1
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is