fjolfeldi_mynd
Hlutfeldi - samsýning - groupshow
Hlutfeldi
23. 07. 2011 - 06. 08. 2011
 
Hlutfeldi
Opnun laugardaginn 23.ágúst

Útúrdúr er stofnað í tilraun til þess að nálgast listamenn og kynna annarskonar nálgun og birtingarmyndir af myndlist þeirra. Útúrdúr var hugsað sem vettvangur listamanna til þess að þróa sitt listræna ferli í farveg sem kallar á annarskonar tengsl við áhorfandann en hvíti kubburinn. Það var því ekki einungis bókverkið sem varð ofarlega í huga Útúrdúrara heldur einnig fjölfeldi en það er listmiðill sem helst í hendur við bókverkið. Um er að ræða miðil sem gengst eftir því að taka listina nær áhorfandanum með því að færa honum verkið í hendurnar en þar með býðst áhorfandanum tækifæri til þess að handfjatla verkið og jafnvel taka það með sér heim. Orðið fjölfeldi gefur til kynna hvað felst í þeim miðli en um er að ræða fjölföldun á ákveðnu verki og þá oft í takmörkuðu upplagi. Með fjölfeldinu vakna upp spurningar um mörk hönnunar og myndlistar, handverkið í listinni og þá jafnvel heilindi listaverksins. Með þessum listmiðli vakna upp ýmsar hugleiðingar meðal listamannsins um hans eigið listræna ferli og þá afstöðu sem hann tekur til þess.

Útúrdúr stendur að sýningu af fjölfeldum listamanna tímabilið 23. júlí – 6. ágúst

Yfirskrift sýningarinnar er Hlutfeldi en orðið er nýyrði Magnúsar Pálssonar yfir fjölfeldi en með sýningunni veltir Útúrdúr fyrir sér því nýyrði og hvernig það má sjá það í samhengi við listmiðlin og ferlið sem fylgir því.

--
Útúrdúr - Kling & Bang
Hverfisgata 42
101 Reykjavík
Iceland
 
 
184113_1958845492742_1290910804_31730696_8130361_n 189323_1958841012630_1290910804_31730683_4086623_n 262439_1958839972604_1290910804_31730679_4299185_n 283259_1958842292662_1290910804_31730686_5338461_n 284039_1958838372564_1290910804_31730674_2701059_n
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is