tumblr_mef3v4id2o1rmxj57o2_r1_1280.png
Emma Heiðarsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Loji Höskuldsson, Margrét Helga Sesseljudóttir & Sigurður Ámundason
lystisemdir efasemdir heimsendir / delights doubts destruction
22. 03. 2014 - 13. 05. 2014
 
OPNUN LAUGARDAGINN 22.MARS KL.17.00

SÝNING FRAMLENGD TIL SUNNUDAGSINS 11.MAÍ
LOKAHÓF ÞRIÐJUDAGINN 13.MAÍ KLUKKAN 17.00

Gefðu mér fimm! Eftir síðustu afmælissýningu í galleríinu, þar sem horft var til baka og endurnýjuð kynnin við gamlan Kling & Bang listamann kemur nú sýning með fimm vonartírum reykvískrar myndlistar. Kling & Bang hefur framreitt hlaðborð af nýjustu straumum í myndlist bæjarins. Myndlistarmaðurinn Anna Hrund Másdóttir er sýningarstjóri. Hún valdi á sýninguna listamenn sem hafa látið að sér kveða með ljóðrænum efasemdum á síðustu árum. Hópur fólks sem vinnur í ólík efni en hugmyndafræði þeirra er einhvern vegin skyld. Á þessum tímum vonleysis, máttleysis og laskaðrar réttlætiskenndar sjáum við verk sem vinna með fagurfæði á einhvern dularfullan hátt. Rýmiskennd, innri ólgu, endalausan einmannaleika og þrá. Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur samtímis af von og vonleysi. Kynslóðin í tóminu.

Texti: Ragnar Kjartansson


Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
101 Reykjavík

OPIÐ FIMMTUDAGA-SUNNUDAGA FRÁ KL.14-18.
 
 
 
 
 
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík kob@this.is