showshow
Jason Rhoades/Paul McCarthy
Sheep Plug
21. 06. 2004 - 29. 08. 2004
 
PAUL McCARTHY & JASON RHOADES
Sheep Plug
Kling & Bang gallerí 21.júní – 29.ágúst 2004 (jarðhæð)
OPNUN 21.JÚNÍ 2004 KL. 18.00

Sjá einnig SHEEP PLUG á sýningunni "Dyonisiac" í Pompidou Safninu, París 2005; www.taeglichdigital.de/projekte/2005/02_paris_centre_pompidou/index.htm

 
Jason Rhoades og Paul McCarthy opna sýninguna SHEEP PLUG í Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23, Reykjavík mánudaginn 21.júní kl.18.00.
Í tengslum við sýninguna mun skrúðganga flytja SHEEP PLUGS og verksmiðjuna frá KlinK og BanK í Kling & Bang gallerí.
Þáttakendur í skrúðgöngunni auk SHEEP PLUGS eru listamenn, Götuleikhúsið, vinnuskóli Reykjavíkur og margir aðrir.


ÞAR SEM EKKI SÉST TIL SÓLAR

„Ég hef þrisvar sinnum kúkað á mig á fullorðinsárunum. Tvisvar vegna mikilla veikinda og þá var ég í tiltölulega öruggu umhverfi, í mínu eigin rúmi. Þriðja skiptið var vegna svokallaðrar „bjóraveiki“ sem gengur undir læknisfræðiheitinu Giardia. Giardia smitast með því að drekka mengað vatn, eins og saurugt vatn úr laugum þar sem bjórar halda sig. Ég var í náttúrugarði og ég get ekki lýst þeirri neyð sem greip mig þegar ég leitaði að útikömrunum. Ég gekk eins hratt og ég gat og barðist við löngunina til að taka á rás því ég treysti því ekki að ég gæti haldið í mér. Minningin er kristaltær, ég sit á ferðaklósettinu með skít á lærunum. Fnykurinn af mínum eigin hægðum yfirgnæfði skítalykt hundruð annarra. Ekki beint efni í hetjuskúlptúr.“

- Craig Ferguson, úr ritgerðinni Cabin Fever (Halifax, 2001)


Á meðan Documenta XI í Kassel í Þýskalandi stóð yfir, lögðu innfæddu listamennirnir Jan Northoff og Benne Ender það á sig að safna saman saur af almenningssalernum og klósettum. Samsafnið af saur gestanna, gagnrýnenda, rithöfunda og sýningastjóra var síðan fengið listamönnunum frá Los Angeles, Jason Rhoades og Paul McCarthy.
Uppsafnað efnið var síðan notað til að skapa verkið Shit Plug, samvinnuverkefni sem byggir beint á vísunum í fyrri skúlptúrverkefni sem listamennirnir hafa bæði unnið að saman og í sitt hvoru lagi. Flöskulag skúlptúrsins, sem er eins og hjálpartæki kynlífsins- ButtPlug - í laginu en stækkað þannig að það rúmi ellefu lítra, kom fyrst fyrir í verki McCarthys Plug Chair (Joke Chair) árið 1978 og kom síðan aftur fyrir í verkum listamannsins í seríu af jólasveinaskúlptúrum árið 2001. Þrátt fyrir opinskáar saurfræðilegar tengingar þá voru þessi skyldu verk ekki um „skít“ í bókstaflegri merkingu heldur frekar um eðli efnisins sjálfs sem myndhverfing fyrir allt það sem talist getur auvirðilegt. Á sýningu sinni Sheep Plug leita Rhoades og McCarthy aftur í „tappann“ sem leið til að fá áhorfandann í opnari samræður um mannlegt ástand.

„Afhverju ganga Skotar í pilsum? Svo að kindurnar heyri ekki í rennilásnum.“
- N.N.

„Án hefðarinnar er listin kindahjörð án smala. Án nýjunga er hún liðið lík.“
- Winston Churchill, úr ávarpi til Konunglega listaskólans (London, 1954)

Efnið sem notað var til að móta Sheep Plug er lauslega byggt á íslenskri uppskrift að sápu úr kindafitu og vítissóta, blandað saman við íslenska ull og skít . Í Kling & Bang galleríi má nú sjá um það bil tvöhundruð af þessum skúlptúrum. Fjöldinn er nógu yfirþyrmandi svo ekki sé hugsað um umfang ferlisins til að skapa hvert einstakt form – en á þessari sýningu má sjá heimildir um þá vinnu.
Eins og í verkinu Shit-Sledge/Sleds (Skíta-sleði/sleðar) sem samanstóð úr tilfallandi iðnaðarúrgangi og var sýnt samhliða Shit Plugs, voru hlutir frá fjöldaframleiðslu við Sheep Plug – mót, efni og afgangar – færðir úr vinnustofu KlinK og BanK yfir í sýningarsal Kling & Bang. Þessi framsetning á úrgangi við hlið sjálfra listmunanna endurspeglar ekki aðeins óslitna orðræðu Rhoades og McCarthys með hið tilbúna og tilfallandi form þess heldur vekur það einnig áhorfandann til umhugsunar um sálgreiningarlegt eðli aukaafurða mannsins og sýningarmenningu.
Á listamannsferli sínum hafa þeir Jason Rhoades og Paul McCarthy báðir látið
reyna á hefðbundna listrænar venjur og fagurfræði. Í næstum fjörutíu ár hefur
McCarthy skapað verk sem beina sjónum neðanbeltis að lífstíl samtíma-
mannsins. Kynferðislega þrungnar og ofsafengnar frásagnir, oft tengdar
gerningum (performance based), grafa sig inn í undirmeðvitund
samfélags sem er rótfast í syndum kapitalismans.
Að sama skapi er hið sjónræna flæmi í fettískum innsetningum Rhoades af uppröðuðum varningi tilraun til að leggja fram ögrun við neytendahyggjuna og draga í efa hinn hraða takt hennar. Í nýjasta samstarfsverkefni þeirra, Sheep Plug, leggja listamennirnir til nýjan kafla í þessari framhaldssögu sem byggist á því að deila hugmyndum sínum. Með því hefur þeim Rhoades og McCarthy tekist að steypa hinum almennu goðsögum sem tilheyra tvístraða bandaríska draumnum saman við upppoppaða ímynd íslenskrar menningu.- David Diviney

Sýningin SHEEP PLUG stendur til og með 29.ágúst og er Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23 opið fimmtudaga til sunnudag frá kl.14-18.
Vegleg sýningarskrá um SHEEP PLUG mun koma út 2.júlí og hægt að nálgast í galleríinu á opnunartíma.
Einnig fást SHEEP PLUG stuttermabolir á staðnum.
 
paradex installingx factorysheet videox
 
 
 
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík kob@this.is