kob_basel
The Demented Diamond - Video Archive
Kling & Bang Ausstellungsraum Klingental
16. 10. 2015 - 22. 11. 2015
 
Kling & Bang sýnir í Ausstellungsraum Klingental.
16.10.2015 - 22.11.2015

Föstudaginn 16.október mun Kling & Bang gallerí taka þátt í sýningunni “On the road to Hellissandur” í Ausstellungsraum Klingental í Basel, en sýningin er partur af listahátíðinni Culturescapes sem haldin er um þessar mundir í borginni. Framlag Kling & Bang til sýningarinnar eru verk úr video arkífi Kling & Bang sem sýnd verða innan í skúlptúrrýminu Demented Diamond. Í video arkífinu eru nú verk eftir tæplega hundrað listamenn og verða fjölmörg þeirra sýnd í Basel, en sýningin tekur stöðugum breytingum meðan á henni stendur. Auk sýninga á verkum úr arkífinu verða einnig nokkrar einkasýningar haldnar á tímabilinu.

Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson og Selma Hreggviðsdóttir sýna verk sín sem eru sérstaklega gerð fyrir Demented Diamond. Verk Selmu Hreggviðsdóttur „Reflective Surface“ verður frumsýnt við þetta tilefni, en verk Ásdísar Sifjar og Rangars Helga voru frumsýnd í Demented Diamond í Hafnarhúsinu á Listahátíð í Reykjavík árið 2012. Aðstandendur Ausstellungsraum Klingental munu einnig sýna valin vídeóverk frá svissneskum listamönnum.

Dagskrá einkasýninganna er sem hér segir:
Opnun, 16. október kl 18. Ný og valin verk úr „The Confected Video Archive of Kling & Bang“
17.10 – 23.10, Selma Hreggviðsdóttir „Reflective Surface“
24.10 – 30.10, The Demented Diamond, Svissneska útgáfan
31.10 – 6.11, Ásdís Sif gunnarsdóttir „One man cinema“ for your eyes only
7.11 – 13.11, Ragnar Helgi Ólafsson „Axis Mundi“
14.11 – 22.11, Valin verk úr „The Confected Video Archive of Kling & Bang“.

Sýningarstjórar fyrir hönd Kling & Bang eru Daníel Björnsson, Elísabet Brynhildardóttir og Ingibjörg Sigurjónsdóttir.

Auk Kling & Bang taka Eggert Pétursson, Guðmundur Thoroddsen, Margrét Blöndal, Tumi Magnússon, Ragnar Kjartansson eldri, Ragnar Kjartansson & Kjartan Ragnarsson, Nic Bezemer, Silvia Bächli og Thomas Heimann þátt í sýningunni.

Um Video arkíf Kling & Bang

Í gegnum árin hefur Kling & Bang verið þess heiðurs aðnjótandi að vinna með fjölmörgum listamönnum. Settar hafa verið upp ótal sýningar sem hafa video/kvikmyndir í aðalfókus eða það hefur verið notað sem hluti af innsetningum og jafnvel hafa verið tekin upp video, gjörningar eða aðrir viðburði í tengslum við galleríið. Þetta samstarf varð Kling & Bang innblástur til að safna videoum til sýningar. Þau mynda nú safnið: The Kling & Bang Confected Video Archive.
The Confected Video Archive er síbreytilegt. Það vex í hvert sinn sem það er sýnt og stuðlar jafnvel að sköpun nýrra verka. Safnið er stöðugur flaumur listaverka sem flæða milli listamannanna, Kling & Bang og áhorfandans. Þegar video arkífið er til sýnis er verkum úr því raðað saman, ýmist á nýjan hátt eða í kerfi sem áður hefur verið notað. Jafnvel þótt hver samsetning sé búin að hluta til úr sömu einingunum þá veitir hver og ein þeirra nýja sýn á heildina. Safnið er því aldrei fullbúið og takmarkið er óskilgreint. „The Demented Diamond“ er hugarfóstur Ingibjargar Sigurjónsdóttur og var fyrst sett upp á Listahátíð í Reykjavík, 2012.
 
 
 
 
 
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík kob@this.is