|
|
|
NÆTURVARP |
Kling & Bang - RÚV - SLJÍM |
08. 02. 2016 - 22. 02. 2016 |
|
Næturvarp:
Náin rafræn kynni
8.-22. febrúar 2016
frá dagskrárlokum til dagrenningar
á RÚV
Landsmönnum öllum er boðið til myndlistarsýningar í sjónvarpinu sínu. Sýnt verður úrval
myndbandsverka sem leikur sér að því nána sambandi sem ríkir milli
sjónvarpsútsendingarinnar og áhorfandans, allt í skjóli vetrarmyrkursins. Frá nýju tungli að
fullu tungli, 8.-22. febrúar verður Næturvarp: Náin rafræn kynni á RÚV.
Myndbandsverkin sem valin hafa verið til sýningar eru eftir alþjóðlega listamenn af ólíkum
kynslóðum og sýna fjölbreyttar nálganir við að kanna það nána líkamlega samband sem er
til staðar milli sjónvarpsútsendingarinnar og áhorfandans. Verkin koma áhorfendum í návígi
við myndir á skjánum og ýtt er undir áhrifin með því að sýna verkin í sjónvörpum
landsmanna sem geta notið verkanna í eigin umhverfi í kyrrð næturinnar. Sjónvarpsskjárinn,
sem er sjálfsagður hlutur í heimilisumhverfi nútímans, getur líkst því að hafa annan líkama í
herberginu - hann hefur áhrif á skilningarvit okkar með myndum og hljóðum og tekst ögrandi
á við fjarstæðukenndar hliðar merkingar. Með tilkomu snjallsíma, spjaldtölva og annars
fartölvubúnaðar, og þeirri frelsun skjásins út í umhverfi okkar sem þeim fylgdi, hefur
sambandið milli mynda sem sendar eru í gegnum þessi persónulegu tæki og okkar eigin
líkama orðið enn beinna.
Á hverju kvöldi frá dagskrárlokum til dagrenningar verður sýnt úrval myndbandsverka þar
sem kannaðar eru ólíkar hliðar náinna rafrænna kynna: verk sem leika á mörk líkamans í
sambandi við myndavélina (Peggy Ahwesh, Chris Burden, and Stanya Khan); verk sem
varpa skæru ljósi á stöðu áhorfandans sem gluggagægis og gefa okkur hlutdeild í nánum
kynnum (Camille Henrot, Aida Ruilova, and Carolee Schneemann); myndbandsverk sem
veita áhorfandanum sjónarhorn fyrstu persónu og bjóða þannig upp á nákvæmar,
persónulegar frásagnir af einstaklingum, upplifunum og umhverfi (Uri Aran, Sadie Benning,
and Ragnar Kjartansson) og loks verk sem ávarpa áhorfandann beint og víkka þannig út
möguleika samskipta í gegnum útsendingar (Agnieska Polska, Laure Prouvost, and Cally
Spooner).
Listamenn:
Dagrún Aðalsteinsdóttir, Helena Aðalsteinsdóttir, Rosa Aiello, Uri Aran, Peggy Ahwesh,
Sadie Benning, Chris Burden, Xavier Cha, Keren Cytter, Zackary Drucker, Mariah Garnett,
Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Steinunn Gunn--laugsdóttir, Elín Hansdóttir, Camille Henrot, Emma
Heiðarsdóttir, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Loji
Höskuldsson, Selma Hreggviðsdóttir, Stanya Kahn, Anna K.E., Ragnar Kjartansson, Kristján
Loðmfjörð, Sara Magenheimer, Florian Meisenberg, Nicole Miller, Rosalind Nashashibi,
Habby Osk, Agnieska Polska, Elizabeth Price, Laure Prouvost, Rachel Rose, Aïda Ruilova,
Carolee Schneemann, Mary Simpson, Cally Spooner og Erika Vogt.
Sýningarstjóri er Margot Norton sýningarstjóri, New Museum, New York.
Um Næturvarp
Náin rafræn kynni er annar þáttur Næturvarps, en sá fyrsti var sendur út á RÚV árið 2014
þegar sýnd voru fjölbreytt íslensk myndbandsverk í tvær vikur í skjóli vetrarmyrkursins.
Næturvarp ögrar hlutverki ríkisfjölmiðils og eflir það og nær til breiðs hóps áhorfenda í
þægindum eigin umhverfis þeirra. Sjónvörp og margmiðlunargræjur á nánast hverju heimili
og vinnustað á landinu eru tilvalinn vettvangur fyrir einstaka samfundi hvers og eins við
listaverk á skjánum og bjóða upp á nána upplifun á myndlist.
Nætuvarp er unnið í samstarfi við listamennina, RÚV og Kling & Bang gallerí. Sérstakar
þakkir eru færðar velgjörðarmönnum og Menningar- og Ferðamálaráði Reykjavíkurborgar
fyrir stuðninginn.
Næturvarp er upprunalega runnið undan rifjum Slíjms og ber heiti myndlistarverks eftir
Sigurð Guðjónsson.
Unnið af Eddu Kristínu Sigurjónsdóttur og Ingibjörgu Sigurjónsdóttur
(mynd efst: Ragnar Kjartansson: Sviðsetningar úr vestrænni menningu: Brennandi hús, 2015.
Einnar rásar myndband, litur og hljóð. Lengd: 01:32:00.
Með leyfi listamannsins, Luhring Augustine, New York og i8 Gallerís, Reykjavík.)
|
|
|
|
|
|
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |
|