Hulda Vilhjálmsdóttir
Valbrá
24. 06. 2017 - 13. 08. 2017
 
Hafið hafið mátturinn býr þar
gróður sem vex þar rauður og grænn

inn í mér vex perla
Hulda Viljhjálmsdóttir

Þegar Hulda talar um óhlutbundnu verkin sín talar hún í sömu andrá um hafið og vatnið. Hreinsunina.
Flóð og fjara. Vatnið kemur nær, síðan hverfur það og eitthvað annað tekur við. Stundum gerist ofsaflóð og Hulda sökkvir sér í vatnið, í hreyfinguna.
Pensilförin eru þykk, þau vökva pappírin með vatni og lit. Þau verða eins og sjávargróður, mjakast á pappírnum eins og þangið í fjörunni.
Litirnir flæða á yfirborðinu og finna sér farveg, þangað til að pappírin gefur eftir og drekkur allt í sig. Svart, fjólublá, brúnt og grátt.
Eftir standa hreyfingar, fullar af tilfinningu. Fjölbreytt, óskýr, djúp og kvenleg. Einungis næmnin getur tekist á við það allt. Tilfinningarnar, hreyfingarnar, verkin. Það sem stendur eftir.
Síðan er það leirinn. Pensilstrokurnar finna sér annan farveg hér. Það þarf að vinna með massann. Vatnið og leirinn mætast í honum, massanum. Hann flæðir og hann er óræður. Sægrænt eða matt hvítt.
Það eru ræmur í leirnum, ræmur eins og hár, eins og hár sem flæðir í vatninu. Eins og gróðurinn sem sveiflast fram og til baka í myrkri undir tonni af vatni. Gróður sem ekki er hægt að grípa, en þegar það tekst og hann er tekinn upp þá verður hann að engu.
D.M.K.
 
Hulda Vilhjálmsdóttir, f. 1971 útskrifaðist með BA gráðu frá Listháskóla Íslands árið 2000. Alla tíð síðan hefur hún helgað sig málaralistinni og hefur getið sér gott orð fyrir verkin sín sem fjalla með næmni um tilfinningarlíf manneskjunnar. Hún hefur alla tíð skrifað ljóð og gefið út nokkrar ljóðabækur. Hulda hefur sýnt víða hér heima og erlendis og er þetta fyrsta einkasýning hennar í Kling & Bang.

Kling & Bang works in collaboration with Thyssen-Bornemisza Art Contemporary, Vienna and The City of Reykjavík.

-

Kling & Bang
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland

Opnunartímar
Mið til sun 12 – 18
fim 12 – 21
lokað á mánudögum/þriðjudögum

Aðgangur ókeypis
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is