Opnun / Opening
Egill Sæbjörnsson Elín Hansdóttir Eygló Harðardóttir Haraldur Jónsson Hildur Bjarnadóttir Helgi Þórsson Hrafnhildur Arnardóttir (Shoplifter) Inga Svala Þórsdóttir & Wu Shanzhuan Ingólfur Arnarsson Ólafur Sveinn Gíslason Ragnar Kjartansson
29. 04. 2017 - 11. 06. 2017
 
Sýningarstjórn/Curated by Dorothée Kirch & Markús Þór Andrésson

Eins og heiti sýningarinnar gefur til kynna veitir hún okkur áhorfendum innsýn í heim samtíma- listar. Myndlistarmennirnir tólf sem hér sýna saman eru fæddir á árunum 1956–80 og eiga það sameiginlegt að hafa mótað feril sinn í áralöngu ferli. Verk þeirra hafa ýmist orðið til í frjálsum tilraunum eða hnitmiðaðri rannsóknarvinnu, þau endurspegla ólík hugðarefni og aðferðir og þeim er komið á framfæri í fjölbreyttum miðlum. Um leið og verkin draga okkur til sín og inn í hugarheim höfunda sinna, beina þau sjónum til baka því myndlistin speglar okkur sjálf sem áhorfendur og opnar veröldina alla.

Listasagan er þó ekki skrifuð af verkum listamanna eingöngu, þau spretta úr samhengi við tæknifram- farir, samfélagsástand, möguleika til menntunar og liststofnanir, svo fátt eitt sé nefnt. Sýningarrými leika þar einnig hlutverk. Opnun rýma sem eru sérhönnuð með þarfir myndlistar í huga setur ný viðmið og hleypir lífi í listsköpun og miðlun myndlistar hverju sinni. Nægir að nefna Kjarvalsstaði og Nýlistasafnið við Vatnsstíg á áttunda áratuginum, Listasafn Íslands við Tjörnina á níunda áratuginum, Hafnarhúsið árið 2000 og nú, Marshallhúsið. Á slíkum tímamótum er áhugavert að taka stöðuna í samtímalist, skoða hverjar áherslurnar eru og hvert verkin vísa í allri sinni fjölbreytni.

Við undirbúning sýningarinnar var rætt við listamennina tólf í samnefndri sjónvarpsþáttaröð sem var á dagskrá RÚV síðustu vikur. Þættirnir eru aðgengilegir á Sarpi RÚV á meðan á sýningunni stendur.

http://www.ruv.is/sarpurinn
 
Egill Sæbjörnsson
Elín Hansdóttir
Eygló Harðardóttir
Haraldur Jónsson
Hildur Bjarnadóttir
Helgi Þórsson
Hrafnhildur Arnardóttir
(Shoplifter)
Inga Svala Þórsdóttir
& Wu Shanzhuan
Ingólfur Arnarsson
Ólafur Sveinn Gíslason
Ragnar Kjartansson
Rebecca Erin Moran

Kling & Bang works in collaboration with Thyssen-Bornemisza Art Contemporary, Vienna and The City of Reykjavík.
 
screen_shot_2018-05-04_at_3.33.42_pm 5_-_ragnar_kjartansson_ 10_-_helgi_thorsson_ 13_-_rebecca_erin_moran_-_installation_detail_
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is