|
|
|
Elísabet Brynhildardóttir, Selma Hreggviðsdóttir |
Desiring Solid Things |
08. 12. 2018 - 20. 01. 2019 |
|
Laugardaginn 8.desember kl 17.00 býður Kling & Bang ykkur velkomin á opnun sýningarinnar Desiring Solid Things með verkum Elísabetar Brynhildardóttur og Selmu Hreggviðsdóttur.
Á sýningunni beina listamennirnir ljósum sínum að þránni, löngunninni og þeim flóknu tilfinningum sem manneskjan hefur til hlutarins og efnisins. Elísabet og Selma eru sannkallaðar listasystur og hafa um langt skeið unnið saman bæði að sýningum, útgáfum og öðrum myndlistartengdum verkefnum.
Samhliða sýningunni kemur út bók sem inniheldur safn ástarbréfa til hlutarins, skrifað af 12 listamönnum og hugsuðum í tilefni sýningarinnar. Höfundarnir eru John Ryaner, Aniara Oman, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Bjarki Bragason, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Hjálmar Stefán Brynjólfsson, Hildigunnur Birgisdóttir, Abraham Sapién Córdoba, Helen Grøn, Aniara Omann, Hayley Tompkins og Lauren Hall. |
|
Elísabet Brynhildardóttir (f. 1983). Hún útskrifaðist frá University College for the Creative Arts 2007 og býr og starfar í Reykjavík. Frá útskrift hefur hún tekið þátt í fjölbreyttum sýningum og öðru myndlistartengdu starfi. Verk hennar hafa verið sýnd í i8 Gallery, Skaftfelli, Listasafni Akureyrar, Verksmiðjunni á Hjalteyri, Nýlistarsafninu ásamt öðrum stöðum. Í verkum sínum leitast hún við að kanna lendur teikningarinnar ásamt því að velta fyrir sér hugmyndum okkar um öryggi, hverfulleika og tíma.
Selma Hreggviðsdóttir (f. 1983) útskrifaðist úr meistaranámi frá Glasgow School of Art 2014 og BA frá Listaháskóla 2010. Eftir að hún lauk námi við Listaháskóla Íslands hafa verk hennar verið sýnd víða erlendis og á Íslandi þar á meðal í Civic Room (Glasgow), Nýlistasafninu,The Glue Factory (Glasgow), Listasafni Akureyrar og Baerum Kunsthal (Olsó). Í verkum sínum skoðar Selma skynjun okkar á rýmum og umhverfi útfrá tilfinninga- og menningarlegu sjónarhorni.
|
|
|
|
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |