|
|
|
Örn Alexander Ámundason |
Inngangskúrs í slagverki-Introduction to percussion |
30. 07. 2020 - 30. 07. 2020 |
|
Fimmtudaginn 30. júlí mun Örn Alexander Ámundason frumflytja gjörninginn Inngangskúrs í slagverki.
Gjörningurinn hefst kl. 20:30 og verður aðeins fluttur í þetta eina skipti.
Verið öll velkomin!
Örn Alexander Ámundason(f.1984) útskrifaðist frá Listaháskólanum í Malmö árið 2011. Hann telur að það séu náin, en óljós tengsl á milli hins performatífa og hins skúlptúríska. Hann hefur ítrekað gert tilraunir með báða miðlana, og reynt á þolmörk þeirra beggja. Á síðustu árum hefur Örn sýnt meðal annars í Lunds Konsthall, Galleri F15, Röda Sten Konsthall, Tidens Krav, Listasafn Reykjavíkur, Sogn- og Fjordane Kunstmuseum, The Armory Show og Brandenburgischer Kunstverein. Hann hefur einnig flutt gjörninga í Nýlistasafninu, Sequences 2011, ACTS International Festival for Performative Art, Samtalekøkken, Nikolaj Kunsthal, Bergen Kunsthall og Göteborg International Biennal for Contemporary Art meðal annarra.
Kling & Bang er í samstarfi við Thyssen-Bornemisza Art Contemporary, Vienna og Reykjavíkurborg. |
|
Kling & Bang
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland
|
|
|
|
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |