kob-use-small
Celebrating 20 years of Kling & Bang
TVÍTUGSAFMÆLI
19. 05. 2023 - 20. 05. 2023
 
Kling & Bang býður þér í tveggja daga tvítugsafmæli !!!

Kling & Bang fagnar 20 ára afmæli og af því tilefni verður blásið til afmælisgjörningahátíðar þann 19. maí og 20. maí frá kl. 17:00-21:00.


Kling & Bang hefur verið lifandi og leiftrandi vettvangur fyrir framsækna myndlist í tuttugu ár og til að fagna þessum tímamótum munu framúrskarandi listamenn taka þátt í gjörninga dagskrá sem gefur eilítið sýnishorn af þeim fjölmörgu listamönnum sem Kling & Bang hefur unnið með í þessa tvo áratugi. Yfir afmælishátíðina taka listamenn yfir rýmið bæði kvöldin með fimm gjörningum sem fléttast saman í heildræna dagskrá.


Listamenn sem koma fram eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Halla Einarsdóttir, Hugo Llanes + Ronja, John Bock, Tara & Silla, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Hlökk Þrastardóttir, Lucky 3, Pétur Már Gunnarsson og Ragnar Kjartansson.


Edda Kristín Sigurjónsdóttir teflir fram ljúffengum mat sem hægt verður að kaupa á hóflegu verði og barinn verður opinn.


Í tilefni tímamótanna verður gefin út sérstök afmælisútgáfa sem mun veita yfirsýn á þær fjölbreyttu sýningar og viðburði sem Kling & Bang hefur staðið fyrir í þessi tuttugu ár.


Komið og fagnið listinni með okkur.
Kling & Bang



Föstudagur 19. maí 2023 kl 17:00 - 21:00


Ásdís Sif Gunnarsdóttir

Halla Einarsdóttir

Hugo Llanes + Ronja

John Bock

Tara & Silla


Laugardagur 20. maí 2023 kl 17:00 - 21:00


Ásta Fanney Sigurðardóttir

Hlökk Þrastardóttir

Lucky 3

Pétur Már Gunnarsson

Ragnar Kjartansson


Hönnun útgáfu og plakats: Jules Esteves

Sýningin er samstarfi við: TBA-Thyssen-Bornemisza Art Contemporary, Reykjavíkurborg og Myndlistarsjóð.
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is