|
|
|
|
Jörðin er rúmið mitt / The earth is my bed |
12. 08. 2023 - 24. 09. 2023 |
|
Jörðin er rúmið mitt
12. ágúst til 24. september 2023
Sýningunni fylgir ritgerð eftir James Greenway
„Ég hef tilhneigingu til að sjá mynstur og andlit í skýjunum og túlka þau sem skilaboð. Rannsakendur kalla það Pareidolia (hliðarskynjun) og halda því fram að um falska skynjun sé að ræða þar sem hugurinn leitast við að sjá andlit eða mynstur í hversdagslegum hlutum. Ég segi að það geti verið það sem það er og fyrir manneskjur er þetta tæki til að skilja heiminn. Ég tengi andlit við hluti, þeir verða persónur og við lifum öll saman. Kæri Dalí myndi samþykkja. Gerir þú það? Ég spyr, gerir þú það! Do do do you....“
Sýningin JÖRÐIN ER RÚMIÐ MITT kynnir ný verk myndlistarmannsins Evu Ísleifsdóttur. Samsafn ofureinfaldaðra hluta, tákn sem vekja húmorinn og samtal sem leysist upp í stóra hrúgu af óreiðu sem við sitjum þó svo þægilega í. Eva sýnir röð verka sem kanna viðvörunarmerki sem einkenna samtíma okkar. Ef tíminn sem við lifum væri frekar skilin sem staðsetning og hvert okkar íbúi, gætu verkin þjónað sem leiðarvísir til að rata á slíkum stað.
Verið öll velkomin á opnun sýningarinnar þann 12. Ágúst í Kling & Bang og berja augum sjónrænt eldsneyti og furðu. Í verum Evu birtast okkur örmagna manneskjur, skynjun mannsins á samhengi sínu, hversdagsleikann og samfélagslega orðræða. Draugar bastarðs handverks eru á sveimi í verkunum, sem leið til afritunar og brenglunar í sögulegu samhengi. Hún leikur sér oft með húmor þar sem von og vonleysi takast á og eftir eru spurningar um hvernig verðmæti og verðmæti eru skynjuð og sköpuð. Í skúlptúrum sínum vinnur Eva með hugmyndina um eftirmynd, staðreyndir eða skáldskap, þar sem hún setur fram gjörninga, live or within the setting itself.
Sýningunni fylgir ritgerð eftir James Greenway “Our aim is wakefulness, Our enemy is dreamless sleep: Individual agency in times of despair.” James Greenway (f. 1985, Írland) er listamaður og rithöfundur búsettur í London.
Eva Ísleifs hlaut BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og árið 2010 hlaut hún MFA gráðu í Skúlptúr frá Listaháskólanum í Edinborg í Skotlandi. Eva býr og starfar í Reykjavík og Aþenu á Grikklandi en hún er ein af stofnendum og stjórnendum A - DASH (www.a-dash.space) í Aþenu í Grikklandi en hún rekur það ásamt Zoe Hatzyiannaki listamanni og Christina Petkopoulou sýningarstjóra. A - DASH vinnur að því að leggja áherslu á að hlúa að sveigjanlegu umhverfi fyrir skapandi greinar og hvetur til tilrauna, samvinnu og þverfagleg samskipti á milli meðlima og samstarfsaðila.
Eva vinnur í ýmsa miðla þá einkum helst skúlptúr eða þrívíða miðla. Verk Evu hafa verið sýnd víða á Íslandi og í Evrópu. Nýlegar sýningar eru einkasýningin HIC SVNT DRACONES í Gallerí Kverk. Reykjavík 2022, Getting out of Zola 2022, MEME. Aþena. Grikkland, verkefnið H2H í Aþenu 2021, Oxto, Pervert Hunt með Rakel McMahon. Samsýningin Iðavellir í Listasafni Reykjavíkur 2021. Morning Briefing í Harbinger Gallery með Kevin Harman, 2021. LIPIU, 2020, samstarf með Rakel McMahon, samsýning í Aþenu á Grikklandi. Safari of Sorts, 2020, samsýning í Glasgow, Skotlandi. Dialectic Bubble, 2019 í samstarfinu It´s the media not you! í LTD Ink Corporation í Edinborg, Skotlandi.
Auk þess að starfa sjálfstætt vinnur Eva í samstarfi við aðra listamenn og stofnanir. Verkefni á boð við HEAD to HEAD sem er sýningarverkefni í tveimur hlutum enn fyrri hluti fór fram 2021 í samstarfi við Kling og Bang í Aþenu og verður á Íslandi 2024. TIME TAKES TIME 2019-2020, í samstarfi við Noemi Niederhauser og Andreas Brunner. It´s the media not you! 2013 - 2020 gjörningarannsókn í samstarfi við Rakel McMahon og Katrín IJH. Gjörningarsýningarverkefnið Beyond Human Impulses 2018 sem fram fór í Aþenu á Grikklandi. Einnig stýrði hún myndlistar tvíæringnum Staðir / Places 2013 - 2020 í Vesturbyggð á Vestfjörðum (www.stadir.is) ásamt Þorgerði Ólafsdóttur og Becky Forsythe.
Í verkum sínum vinnur Eva með ímynd mannsins og er hversdagsleikinn og samfélagsrýni henni hugleikin. Handverkið er til staðar en gjarnan er það ásýnd eftirmyndarinnar eða fúsksins sem haldið er á lofti með sögulegum skírskotunum. Verk Evu hafa oft húmoríska nálgun, þar sem vonin og vonleysið streitast á móti hvort öðru, en eftir standa mikilvægar spurningar um hvernig gildismat og verðmæti eru oft skilgreind í samfélaginu. Eva hefur búið til verk út frá og í almenningsrými borgarinnar en almenningsrýmið er afar mikilvægur þáttur í sköpunarferli hennar, mannleg hegðun, tákn og reglur í samfélaginu eiga sér hornpunkta í hennar ferli.
www.evaisleifs.info
Sýningin er í samstarfi við: TBA - Thyssen - Bornemisza Art Contemporary
Kling & Bang er styrkt af Reykjavíkurborg.
Sýningin fær einnig stuðning frá: Bryggjan Brugghús og Slippfélaginu.
|
|
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland / Iceland
Opnunartímar/Opening hours
Mið til sun 12 – 18
Wed-Sun 12 - 6 pm.
lokað á mánudögum / þriðjudögum
closed on Mondays / Tuesdays
Aðgangur ókeypis
Admission Free
|
|
|
|
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |