sequences-posternota
Sequences XI
Get ekki séð / Jarðvegur / Can´t see / Soil
13. 10. 2023 - 26. 11. 2023
 
Sequences XI - Get ekki séð

Sýningin sprettur úr myrkri sem umlykur. Hún hefst á þeirri tilfinningu að heimurinn sé að molna í höndum okkar, á meðan hvassviðrið þyrlar síðustu dropunum af dreggjum hans enn lengra.Við sjáum ekki sívaxandi ógn vistfræðilegrar eyðileggingar, rétt eins og við sjáum ekki mögulegar nýjar leiðir og líf sem gæti kviknað úr rústum gamla heimsins.
Get ekki séð er skipt í fjóra kafla sem veita innsýn í rýmin og andartökin sem mannlegt auga nemur yfirleitt ekki: allt frá hafsbotni og jarðlögunum að braki fortíðar og draumum um framtíðina. Sögurnar eru sagðar frá ýmsum sjónarhornum, allt frá blendingsfuglum að bakteríum, að sjávarlífverum, ævafornu tré eða óþreytandi vindinum. Markmiðið er að velta upp ólíkum leiðum til að sjá og upplifa heiminn og fjarlægjast þannig þau sjónarhorn sem við eigum að venjast. Teygjanlegur tími leyfir okkur að ferðast langt aftur í goðsagnakennda fortíð eða ímynda okkur ókomna framtíð.

Get ekki séð - JARÐVEGUR

Þessi kafli varpar ljósi á það sem leynist undir fótum okkar. Jarðvegurinn er bullandi, molnandi yfirborð þar sem vakandi auga getur uppgötvað fjölbreytt líf. Mannskepnan tekur sjaldnast eftir því hvernig lífið í jarðveginum fylgir sínum eigin lögmálum og hringrás. Jörðin hjá Kling & Bang er jafn eyðilögð og hún er blómstrandi, hún er heimsendir og nýtt upphaf í senn. Manngerður garðurinn er hruninn og þráir að tortímast algjörlega. Nýtt líf er að vakna inni í fúnum viðarbol. Undarlegar verur skríða um rýmið og landslagið sem kemur síðar í ljós dáleiðir okkur með undurfögru útsýni.

Sýningarstjórar: Marika Agu, Maria Arusoo, Kaarin Kivirähk, Sten Ojavee (Estonian Centre for Contemporary Art)

Listamenn:

Bjarki Bragason (IS)
Alma Heikkilä (FI)
Antti Laitinen (FI)
Elo-Reet Järv (EE)
Guðrún Nielsen (IS)
Gústav Geir Bollason (IS)
Jóhannes S. Kjarval
Kärt Ojavee
Naufus Ramírez-Figueroa
Ólöf Nordal (IS)
Pakui Hardware
Sigurður Einarsson (IS)
Þorgerður Ólafsdóttir (IS)
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is