|
|
|
Magnús Sigurðarson |
Óþægileg blæbrigði – Gleðisögur af Depurð og Dauða |
13. 06. 2024 - 21. 07. 2024 |
|
Óþægileg blæbrigði – Gleðisögur af Depurð og Dauða
eftir Magnús Sigurðarson
„Í framhaldi af ferli sem hófst árið 1997 þegar ég fór fyrst að vafra um víðfemt landslag Bandaríkjanna, stend ég mig að því að verða landinu að bráð. Tilheyri aldrei, en stefni á að verða að steingervðu sjálfi í einhverju jarðlagi framtíðarinnar. Fyrsta ameríska ástin mín var heimsálfan sjálf, heimsálfa sem hefur allt að bjóða en á einhvern angurværan hátt, andstæða allra þeirra brota af því bergi sem ég er. Ég verð aldrei Ameríkani, en ég gæti orðið að Ameríku.“
Magnús nam við Studio Cecil & Graves í Flórens, MHÍ og Rutgers University. Hann býr og starfar í El Dorado, New Mexico.
|
|
Sama sýningartímabil og Magnúsar sýning stendur yfir er einnig sýning Guðrúnar Mörtu Jónsdóttur - Silfurgjá.
Tveir íslenskir listamenn af ólíkum kynslóðum takast endurtekið á við Ameríku í verkum sínum. Hugmyndir um vald, jarðfræðilega ást, skáldaða hugmynd um þjóð, hver hefur orðið, skemmtilega óvininn og Rómaveldi okkar tíma – er meðal þess sem kemur fyrir í verkum Magnúsar Sigurðarsonar og Guðrúnar Mörtu Jónsdóttur sem opna hvort sína einkasýninguna í Kling & Bang á Listahátíð í Reykjavík fimmtudaginn 13. júní kl. 17.
Í tilefni sýningarinnar kemur út vönduð sýningarskrá með viðtölum við listamennina.
Á lokadegi Listahátíðar, sunnudaginn 16. júní kl. 14 verður listamanaspjall með Magnúsi og Guðrún Marta fremur gjörning.
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði, Listahátíð í Reykjavík og Reykjavíkurborg
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland / Iceland
Opnunartímar/Opening hours
Mið til sun 12 – 18
Wed-Sun 12 - 6 pm.
lokað á mánudögum / þriðjudögum
closed on Mondays / Tuesdays
Aðgangur ókeypis
Admission Free
|
|
|
|
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |