448172338_1210822239889182_3802781855992463901_n
Guðrún Marta Jónsdóttir
Silfurgjá
13. 06. 2024 - 21. 07. 2024
 
Silfurgjá
eftir Guðrúnu Mörtu Jónsdóttur
 
Silfurgjá varpar nýju ljósi á gamla sögu og þræðir óvænta vegu gegnum pólitík og dægurmenningu Ameríku og Íslands um miðja síðustu öld. Með húmor, leiklist og harmrænu endurskoðar hún sjálfsmynd og minnimáttarkennd Íslendinga gagnvart amerískum áhrifum. Í vídeóverkum og gjörningi dregur hún ímynd liðinna stjórnmálamanna og Hollywoodstjarna inn í 21. öldina.
 
Guðrún Marta fremur gjörning á opnunardag kl. 18
 
Guðrún Marta útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands og býr nú tímabundið og starfar í Gautaborg.

Sama sýningartímabil og Guðrúnar sýning stendur yfir er einnig sýning Magnúsar Sigurðarsonar - Óþægileg blæbrigði - Gleðisögur af Depurð og Dauða

Tveir íslenskir listamenn af ólíkum kynslóðum takast endurtekið á við Ameríku í verkum sínum. Hugmyndir um vald, jarðfræðilega ást, skáldaða hugmynd um þjóð, hver hefur orðið, skemmtilega óvininn og Rómaveldi okkar tíma – er meðal þess sem kemur fyrir í verkum Magnúsar Sigurðarsonar og Guðrúnar Mörtu Jónsdóttur sem opna hvort sína einkasýninguna í Kling & Bang á Listahátíð í Reykjavík fimmtudaginn 13. júní kl. 17.
 
Í tilefni sýningarinnar kemur út vönduð sýningarskrá með viðtölum við listamennina.
 
Á lokadegi Listahátíðar, sunnudaginn 16. júní kl. 14  verður listamanaspjall með Magnúsi og Guðrún Marta fremur gjörning.
 
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði, Listahátíð í Reykjavík og Reykjavíkurborg
 
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland / Iceland

Opnunartímar/Opening hours
Mið til sun 12 – 18
Wed-Sun 12 - 6 pm.
lokað á mánudögum / þriðjudögum
closed on Mondays / Tuesdays

Aðgangur ókeypis
Admission Free
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is