poster_72x42cm_minni
Ólöf Bóadóttir - Joe Keys
Óðamála - Else
07. 12. 2024 - 09. 02. 2024
 
Kling & Bang opnar með stolti tvær einkasýningar næstkomandi laugardag, sýningu Ólafar Bóadóttur Óðamála ogsýningu Joe Keys Else.



Á sýningunni sinni Óðamála frumsýnir Ólöf Bóadóttir nýja innsetningu sem samanstendur af þremur nýjum verkum. Í verkunum leitar Ólöf á stafræn mið internets og samfélagsmiðla og reynir að gera grein fyrir fagurfræðilegum tilhneiginum pólitískrar þjóðerniskennda. Innsetningin er í senn leiðangur um symbolískt landslag þjóðernishyggjunnar sem og tilraun til að myndgera þetta stóra og óræða sem hlutgerist í sprungunum á milli merkingar og meiningar.



Ólöf Bóadóttir (f. 1994) útskrifaðist af myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2019. Hún starfar í Reykjavík og stundar jafnframt nám í heimspeki við Háskóla Íslands. Hennar fyrsta einkasýning var haldin í Harbinger árið 2020 og bar heitið Skúlptúr í formi hárbolta. Áður hélt hún sýningu í Höggmyndagarðinum á Nýlendugötu ásamt Óskari Ámundasyni, þar sem þau sýndu verkið Pigeon Supermax (2019) á utandagskrá Sequences IX: Really. Ólöf gerði verkið Helvítis Vegagerðin (2019) í listamannadvölinni Röstin og er það staðsett í Katrínarmó á Þórshöfn, Langanesi. Hún tók jafnframt þátt í fjórðu útgáfu Hjólsins, útilistasýningu á vegum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, með verkinu Ákveðinn efnisbúskapur (2021). Ólöf vill helst kljást við almenningsrýmið og leitast jafnframt við að fanga það sem er stórt og órætt. Hún stofnar oft til samskipta við ókunnugt fólk í ferlinu, sem verður gjarnan hluti af verkunum. Þau taka á sig myndir skúlptúra, bókverka, vídjó- og hljóðverka.



Joe Keys



Á sýningunni Else má sjá nýja skúlptúra sem unnir hafa verið undanfarin ár. Verkin eru búin til úr afgöngum og fundnum efniviði, einfaldar hugmyndir unnar með því að safna, raða og skipuleggja. Einstakir skúlptúrar hafa sín blæbrigði en eru agnir og merki í stærri samsetningu sýningarinnar.



Á opnunardaginn kemur út bókverk Joe, Else og verður því jafnframt fagnað í Kling & Bang.



Joe Keys (f.1995) stundaði myndlistarnám við New College Durham, Bretlandi og útskrifaðist með FDA árið 2017. Árið 2018 hóf hann nám í Reykjavík við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2021. Hann hefur sýnt víða, bæði á Íslandi og erlendis, til að mynda í Grikklandi, Finnlandi, Eistlandi, Óman og Bretlandi. Joe vinnur aðallega með fundinn efnivið í gegnum skúlptúra ​​og prentsmíði. Verkin hans endurspegla skipulagskerfi í daglegu lífi, með þurrum húmor veitir hann hlutum athygli sem gleymast gjarnan eða eru vanmetnir. Nýlega hefur hann einbeitt sér að ljóðrænum textaverkum, teikningum og klippimyndum. Joe er nú stjórnarmeðlimur Nýlistasafnins og er stofnmeðlimur listamannarekna sýningarrýmisins Associate Gallerí í Reykjavík.
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is