|
|
|
Serge Comte-Unnur Mjöll S. Leifsdóttir-Andrea Maack |
Smaack my Cheese |
08. 04. 2006 - 30. 04. 2006 |
|
Opnun Laugardaginn 8.apríl klukkan 17.00
Smaack my Cheese
Tvær ljóskur notfæra sér Serge Comte
Hvar er Serge? Hvað í andskotanum er hann að gera með þessum ljóskum? Upphaflega átti sýningin að vera hefðbundin einkasýning, þar sem listamaðurinn fyllir rýmið af eigin listsköpun og hampar sjálfum sér sem afburða listamanni. En stundum fara hlutirnir á annan og verri veg. Listakonurnar Andrea Maack og Unnur Mjöll S. Leifsdóttir betur þekktar sem listteymið Mac n´Cheese neyddu listamanninn Serge til samlags við sig á mjög lúmskan og skipulagðan hátt. Listamaðurinn átti engra annarra kosta völ en að gera stórar andlitsmyndir þeirra beggja. Til þess notaði hann þúsundir lítilla límmiða. Þegar vinnunni við það var lokið kröfðust þær hægri handar hans. Hafa þær áhuga á fjölkvæni? Nei langt því frá. Önnur hjó höndina af og hin breytti henni í verðmætan ost. Þannig hefur áætlun þeirra tekist og til marks um það hafa þær í fórum sínum hægri hönd þessa þreytta franska hunds.
sjá einnig vefsíðu listamanns: sergecomte.free.fr/ |
|
|
|
|
|
|
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |