hekla1
Megan Whitmarsh / Hekla Dögg Jónsdóttir
Megan Whitmarsh / Hekla Dögg Jónsdóttir
02. 07. 2005 - 24. 07. 2005
 
Hekla Dögg Jónsdóttir og Megan Whitmarsh opna sýninguna ÍSANGELES, laugardaginn 2.júlí kl.17.00 í Kling og Bang gallerí, Laugavegi 23.
Megan Whitmarsh er starfandi myndlistarmaður í Los Angeles, en Hekla Dögg starfaði og bjó þar til margra ára þar til hún flutti til Íslands fyrir ekki svo löngu.


Svo virðist sem þessir tveir staðir Ísland og Los Angeles eigi ýmislegt sameiginleg: samtal nútímans við fortíðina, menning upplýst af ríkri sagnahefð, meðvitund um stórbrotna náttúru og veðurfar og óvæntum uppátækjum móður nátturu (sérstaklega jarðskjálftum). Báðir staðirnir hafa sinn eigin framandleika sem hvetur til dagdrauma og eru þar af leiðandi frjóir til sköpunnar.
Verk Megan, sem unnin eru sérstaklega fyrir þessa sýningu, eru strigar með ísaumuðum smá senum og uppstillingum sem sýna snjómenn, álfa, stúlkur, kristalla, ísjaka, kletta o.s.frv. Senurnar og hinar ólíklegustu persónur eru nostursamlega prýddar smáum sígarettum, gullhálsmenum, silfur farsímum og skínandi Moonboots. Íslenskar þjóðsögur, hjátrú og ævintýrapersónur næra táknfræði sýningarinnar að viðbættu offræði pop-menningarinnar og samtímans.

Eitt megin einkenni samtímalista virðist stundum vera afturhvarf til
miðalda - að nútíma listamaður sé ekkert annað en staðgengill
alkemistans - þann sem fæst við að setja andann í efnið eða draga
andann úr efninu, blanda því saman, hræra, setja í nýtt samhengi,
sáldra hamingjusáldrinu (vonandi) útí, leysa orku úr læðingi eða
beisla hana. Alkemistinn eins og hinn eiginlegi listamaður veit að
það sem skiptir máli er hið fullkomna augnablik, þar sem hið andlega
gull liggur.
Þetta blik sem sjaldnast er langvarandi og aldrei
viðvarandi - eins konar hástig sem alltaf á sér andhverfu - kemur og
fer.

Ýmislegt óséð finnst í hinu kunnuglega þegar að er gáð - augun opnuð.
En til þess þarf hreyfanleika og vilja til að rannsaka - safna í
sarpinn, setja í hús og smíða óskabrunn. Hamingjusáldrið finnst
einmitt í hversdagsleikanum ef hurðin heima er opnuð, litið útfyrir
og ný svæði numinn eða bara opnað fyrir nýjum og ferskum vindum,
gestum og gangandi með sögum frá öðrum heimum o.s.frv.

Listamenn og alkemistar kallast þeir sem opna, nema ný lönd og bjóða
straumum og stefnum inn fyrir. Þeir geta ekki setið kyrrir - skreppa
í ferðalög inn í andans heim. Þeir eru eins og forystusauðurinn í
hjörðinni sem er ekki endilega sá sterkasti heldur sá sniðugasti sá
sem sýnir hinum rollunum hvernig eigi að stökkva yfir girðingarnar.
Taka áhættuna. Það eru bara ekki allir sem það gera. Þess vegna eru
ekki allir listamenn þótt allt sem til þarf búi í öllum. Listamenn
eru þeir sem skreppa í kaupstað andans og verða sér út um eitt og
annað. Það eru þeir sem hafa opið í ríki andans fyrir gestum og
gangandi sem gætu gaukað ýmsu að til dæmis efnafræðisetti fyrir börn,
nokkur stykki af ljósgjöfum, dufti til að hella í skál og takast
síðan á við að skapa guðdómlega krystalla. Það eru ekki allir sem
hafa vilja til að leita að lokatakmarkinu, gimsteininum eða hinum
heilaga gral. Leitinni sem sjálf er ekki aðalatriðið heldur fundurinn
auðvitað. Krystallinn á svörtu himinhvolfinu í formi útsprungina
flugelda er bara eitt birtingarformið - stórkostlegi ljóminn í
myrkrinu, Það er ekkert flóknara. Hið fullkomna augablik er fundið í
því sem við þekkjum svo vel. Það besta er sem við vissum allan tíman
en vorum ekki að horfa á - Það er það sem listamaðurinn Hekla Dögg
hefur svo oft sýnt og er að sýna okkur - til þess hefur hún viljann,
dirfskuna og getuna.

Sýningin í Kling & Bang gallerí er opin til 24.júlí og er opin fimmtudaga – sunnudaga frá klukkan 14-18.


 
 
foresticeland hekla2 hekla3 hekla4 la_vs_l--island black lava_rock_band walldrawing_ yeti_movie
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is