|
|
|
Gjörningaklúbburinn-Icelandic Love Corporation |
Svartir Svanir - Black Swans |
17. 10. 2009 - 15. 11. 2009 |
|
Gjörningaklúbburinn opnar sýninguna Svartir Svanir í Kling & Bang gallerí laugardaginn 17.október kl.17.
The Icelandic Love Corporation: Eirún Sigurðardóttir , Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir.
Svartur svanur er myndlíking sem búin hefur verið til fyrir atburði sem gerast óvænt, koma líkt og þruma úr heiðskíru lofti. Viðburðir þessir valda gjarnan miklum usla en eftir á að hyggja hefði kannski mátt sjá þá fyrir. Allt er þetta spurning um það hvernig lesið er úr umhverfi sínu, líkt og þegar heimiliskötturinn sleikir sig og rekur annan afturfótinn út í loftið, svokallað gestaspjót, þá er von á gesti.
Í Tasmaníu þykja svartir svanir ekkert sérstaklega merkilegir en það er einmitt þaðan sem sá svarti er upprunninn, en á norðurhveli Jarðar er hann afar sjaldséður og stundum jafnvel óvelkominn.
Á sýningu Gjörningaklúbbsins eru ný þrívíð verk og ein teiknimynd, sem sýnd hafa verið á suður- og norðurhveli Jarðar á síðasta ári en ekki ratað til Reykjavíkur fyrr en nú. Hluti verkanna var búinn til í Montreal síðasta vetur þar sem Gjörningaklúbburinn var með vinnustofu og heimili í sex mánuði í boði The Canada Council for the Arts.
Teiknimyndin fjallar um svan sem breytist óviljandi í óvæntan gest. Myndin er ævintýri sem runnið er fram úr kviku klúbbmeðlima, búin til með tæknifræði sem minnir á þokukennda barnatíma fortíðarinnar. Saman mynda hin þrívíðu verk tvær senur eða innsetningar sem eiga það sameiginlegt að geta boðið uppá næstu senu, óvæntan gest eða senuþjóf sem leiðir áhorfandann áfram inn í fleiri ævintýri.
Verk þessi eiga öll rætur sínar að rekja til gjörninga þó hér séu engir lifandi líkamar á ferðinni... nema áhorfendur.
Einnig verður kvikmyndasýning í Regnboganum 31.október kl.16.00 og 5.nóvember kl.17.00.
Þar verða sýndar myndir eftir ILC, Curver og myndin An Exquisite Corpse in Nikisialka eftir 16 íslenska og pólska listamenn. sjá nánar:
http://sequences.is/?page_id=1970
Svartir Svanir og sýningar í Regnboganum eru hluti af Sequences; www.sequences.is
Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
101 Reykjavik
kob(at)this.is
fimmtudaga-sunnudaga 14-18 |
|
|
|
|
|
|
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |