sirravef
Sirra Sigrún Sigurðardóttir - 2006
Hreyfingar - Movements
17. 12. 2005 - 22. 01. 2006
 

Opnun 17.desember klukkan 17

Hreyfingar - Movements

Það sem blasir við er sjálfsmynd togstreitunnar. Sjálfið leggst á bæn
- er með höfuðið falið eins og strúturinn í kassalaga heimi sem
vindurinn og straumarnir leika um. Á milli sjálfsins og altarsins er
köflött heimilisleg mótspyrnan, bremsan eða viðspyrnan gegn
kostaboðum dárafleysins. Dráttarverkið - vélin sem dregur er
taflborðið eða hjartaskákin. Í rýminu er annar miðpunktur sem skapar
togstreitu. Spíralsstöngin röndótta sem er merki rakara um víða
veröld táknaði í upphafi blóðtöku - spíralböndin voru upphaflega
sárabindi. Á miðöldum trúðu menn á lækningamátt blóðtökunnar og það
voru rakarar sem tóku verkið að sér. Þeir sem þekkja Feneyjar vita
hins vegar að þar sem spíralstangirnar standa er hægt að taka gondóla
á leigu og þar er dárafleyið komið til sögunnar. Dárafleyið er
farartæki listamannsins inn í heim hins mögulega raunveruleika.
Röndóttar spíralstangir merkja upphaf fararinnar. Þar sem markmiðið
er förin sjálf en ekki einhver sérstakur ákvörðunarstaður. Alveg eins
og hamingjan sjálf sem er ekki ákvörðunarstaður heldur förin sem
slík.
Flaggið skal upp og haldið skal af stað með sirkusinn. Flugið
skal tekið. Fáninn sem leikur sér í ljósinu og blaktir í vélrænum
vindinum er frummyndin en skuggarnir eftirmyndirnar - hreyfingarnar í
tíðarandanum.
Þar er gaman - Þar er hamingjan.

Goddur 
 
sirramyndvef sirra1 sirra2 sirra3 sirra4 sirra5
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is