|
|
|
Mundi-Morri-Ragnar Fjalar |
MoMS Penetration / Innsetning / Installation |
22. 01. 2011 - 13. 02. 2011 |
|
OPNAR LAUGARDAGINN 22.JANÚAR 2011 KL.17
Fyrir sirka tveimur árum gisti ég í reisulegu þriggja hæða húsi úti á Amárkri, nærri jarðlestarstöðinni Fimmauranum og Kastrup. Á hæðinni var stór stofa og á veggjunum þegar inn var komið blöstu við ágengir, yfirhlaðnir taumlausir flekar Gunnars Arnar Gunnarssonar. En þegar ég hafði komið mér fyrir í þægilegum sófa innarlega á austurhliðinni vöktu nokkur myndverk á vestur útvegg beint á móti óskipta athygli mína. Ekki þekkti ég listamanninn en þau vöktu mig til umhugsunar í hvert skipti sem ég settist á sófann næstu daga enda héngu þær yfir stórum flatskjá, sem ég sótti í á fréttatímum. Það var svo ekki fyrr en löngu seinna er ég gisti aftur í húsinu að eigandinn, Eiríkur Óskarsson, fyrrum hárgreiðslumeistara í Hödd, sagði þær eftir listatríóið MoMS en þar um borð væri barnabarn hans Mundi og væri í námi við grafíska hönnun.
Einkenni myndanna á austurveggnum voru öðru fremur flókin mynstur, opið lífrænt flæði og áberandi góð tilfinning fyrir heildarsamræmi. Nú verð ég að viðurkenna að ég hef lítið getað fylgst með MoMS eftir þessi fyrstu kynni en í tilefni væntanlegrar sýningar þeirra í Kling og Bang var mér boðið að líta á ný verk úr ranni listamannanna.
Nokkrar breytingar hafa orðið á myndstíl MoMSara, en helstu einkenni þeirra eru þó þessi óvenju góða tilfinning fyrir myndheildum og samræmi forma og lita. Og eins og vera ber um unga menn hafa þeir leitað fanga um víðan völl í stað þess að einangra sig út í horni, við eitthvað tilbúið og ímyndað sjálf, sem er mun algengara á seinni tímum. Áhrifavaldarnir eru þannig margir og má helst nefna beislað og þróað veggjakrot ásamt listamönnum líkt Erró, svo Ómar Stefánsson, en þó innan skikkanlegra marka.
Með þessum línum vil ég helst vekja athygli á að hér er um að ræða unga menn sem virðast hafa öll skilyrði til að ná langt og skrá sig myndarlega inn í íslenzka myndlist og grafíska hönnun.
Bragi Ásgeirsson
Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
IS-101 Reykjavik
Iceland
Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl.14-18 |
|
|
|
|
|
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |