news
Monika Frycova
Perpetuum mobile
19. 11. 2011 - 18. 12. 2011
 
Opnun laugardaginn 19.nóvember klukkan 17

PERPETUUM MOBILE
Verið hjartanlega velkomin á opnun Eilífðarvélar - Perpetuum Mobile, sýningar Moniku Frycova
í Kling og Bang næstkomandi laugardag, 19. nóvember, kl 17.

Þar sýnir hún hljóðræna / sjónræna composition,
sem er eins konar kortlagning hugmynda sem hún hefur unnið að síðustu ár.

EILÍFÐARVÉL

MANNLEGUR HVATI
hinar duldu og ófullkomnu sögur hvers og eins
– kveikjan er öllum sú sama en ferðin leiðir alla í ólíkar áttir

HLJÓÐRÆN / SJÓNRÆN COMPOSITION
sýnir tengslin milli þess sjáanlega og ósýnilega
jafnáreynslulaust og eðlilega og manneskjan dregur andann.
Það er þó ómögulegt án hreyfingar; án vega sem mætast.
Að nýta sér hið hverfula og hverfandi.

Goddur um Moniku:

Monika er frá Tékklandi - landi sem liggur langt frá sjó. Þar varð til einangrað menningarlegt eyland þar sem tjáningarfrelsi var ekki við lýði í marga áratugi. Á þeim tíma, áður en það opnaðist, var inntak verka kóðað þannig að það var ríkt af hugmyndahlöðnu myndmáli. Slavnesk hjörtu eru stór og litrík. Það hefur alltaf einkennt þeirra menningu svona eins og slavneskir dansar. En einangrunin og aflokunin myndaði líka þrá til að ferðast og heyra sögur annars staðar frá. Þráin eftir hreyfingu og nýjum sjónarhólum sprakk út við þá menningarbyltingu sem átti sér stað þegar járntjaldið á milli Austur- og Vestur-Evrópu féll. Það gerðist í æsku hennar.

Monika er þannig ferðamaður. Hún vill ferðast án korts og leiðsögumanna. Fara út fyrir mengi hins þekkta og inná óöruggu svæði hins óþekkta. Þangað er reyndar hollt að fara bara hálfa dagleið til þess að komast aftur heim fyrir myrkur. Nema maður finni vin eða uppsprettu sem hægt er að nærast á. Monika er sérfræðingur í þessu. Lifandi hreyfanleiki hennar verður að ástríðu. Hún kann að næra staði með lífsgleði sinni og lit. Hún tekur auðvitað líka en gefur mikið af sér á móti. Hún ferðast mikið sem er auðvitað einkennandi fyrir skapandi fólk. Það eru í raun bara myndastyttur sem standa kyrrar.

Á þessu ferðalagi skapar Monika og leitar að gæðum frekar en magni. Hún leitar að hinum földu og ófullkomnu ferðasögum manneskjunnar þar sem kveikjan er kannski sú sama þótt leiðir liggi í ótal mismunandi áttir. Verk hennar eru eins og gluggar frá slíkum ferðalögum. Hún vill helst eyða tíma á litlum stöðum, yfirgefnum stöðum og hefur áhrif á staðina þar til þeir gerast rómantískir og tilbúnir fyrir listaverk. Monika hefur ferðast víða og komið til Íslands nokkuð reglulega undanfarin ár

Á sýningunni Elífðarvél í Kling & Bang sýnir Monika Frycova hljóðræna/sjónræna copmposition, sem er eins konar kortlagning hugmynda sem hún hefur unnið að síðustu ár.

Sýningin stendur til 18. desember.
Monika Frycova (1983) er tékknesk hljóð- og myndlistarkona, gjörningalistamaður og textagerðarmaður.
www.monikafrycova.net

sjá video:
http://www.youtube.com/watch?v=6rUQvvXbVg4&feature=youtu.be

Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
IS-101 Reykjavik

Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is