10013lrg
Kling & Bang listamenn/artists
Trolley presents TJ Boulting presenting Kling & Bang
15. 10. 2011 - 15. 11. 2011
 
Kling og Bang hópurinn opnar í dag sýningu í galleríinu TJ Boulting í London. Ellefu meðlimir Kling og Bang munu taka yfir þetta glænýja sýningarrými við Riding House Street ásamt því að sýna myndbandsverk eftir um 60 aðra íslenska og alþjóðlega listamenn.

Á undanförnum árum hefur Kling og Bang gallerí safnað myndbandsverkum frá fjölmörgum listamönnum. Þetta sístækkandi og fjölbreytta safn verður í aðalhlutverki á sýningunni í London en sá hluti sýningarinnar er settur upp í samstarfi við Sebastian Reuss og Noru Sdun frá frá Gallerí Dorothea Schlueter í Hamborg.

Auk þess að sýna verk sín og annarra hafa meðlimir Kling og Bang sett upp tímabundinn bar í sýningarrýminu þar sem gjörningar fara fram og boðið verður upp á veitingar allan opnunardaginn frá kl. 14 og langt fram á kvöld.

Að sýningunni standa Anna Hrund Másdóttir, Erling T.V. Klingenberg, Hekla Dögg Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Katla Rós, Lilja Birgisdóttir, Ragnar Már Nikulásson, Selma Hreggviðsdóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Úlfur Grönvold og Þórgunnur Oddsdóttir.

Nánar:

http://trolleybooks.com/exhibitions.php

http://trolleybooks.com/exhibitionSingle.php?exhibId=317

Virtual tour:
http://www.panomatics.com/nextgen/lon/trolley/031/
 
 
img1545
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is