|
|
|
Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Guðjón Sigurður Tryggvason |
Reflar – brot úr einkalífi 2002 – 2012 |
12. 01. 2013 - 10. 02. 2013 |
|
Laugardaginn 12. janúar 2013 kl. 17:00 opna Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Guðjón Sigurður Tryggvason sýninguna Reflar – brot úr einkalífi 2002 – 2012
Á sýningunni verður innsetning sem Jóna og Guðjón hafa unnið saman. Innsetningin felur í sér textaverk, hljóðverk og hreyfiverk sem mynda frásögn í takti og orðum. Frásögnin byggir á sendingum, bréfaskiptum og samtölum sem hafa átt sér stað í meira en áratug. Stílfærðir hversdagar og atburðir verða endursagðir með einkastafrófi, merkingarhlöðnu dulmáli sýnenda.
Þetta er fyrsta samsýning Jónu og Guðjóns en þeirra kynni hafa átt stóran þátt í hugmyndavinnu hjá hvort öðru seinasta áratuginn.
Sýningunni fylgir katalóg ásamt textanum “Strengir og villtar orgíur hugarburðarins” um tilurð og hugmyndafræði sýningarinnar.
Strengir og villtar orgíur hugarburðarins (brot)
Án þess að mynstur komi þar nokkuð við sögu finnst mér óreglulegt frelsi vatnsdropanna eftirminnilegt. Engin þó ein mynd af rigningardropum, í hausnum, ekkert frekar. Þeim virðist ekki ætlað að hreyfa sig í takt við neitt, ekki frekar en hugrenningum eða tilfinningum. Sálarlífunum okkar er ekki ætlað að dansa. Þessum brimhryni daglega uppgangs niðurlagsins verður að stýra –fleyinu er drekkt og trumban strekkt. Djúpin hverfa, tímar riða. Orð henda reiður á straumi og iðum.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir (f. 1978) nam við fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri og lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007. Hún býr og starfar í Reykjavík. Jóna Hlíf er myndlistarmaður og formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík. Jóna vinnur með ólíka miðla og hefur unnið fjölbreytt verk, bæði á einkasýningum og í samvinnu við aðra listamenn. Nánari upplýsingar um Jónu Hlíf er að finna á heimasíðunni www.jonahlif.com
Guðjón Sigurður Tryggvason (f. 1981) er menntaður fatahönnuður frá LHÍ og hefur starfað sem slíkur á Íslandi og í París. Hann býr og starfar í Brussel. Guðjón rekur eigið fatamerki Go with Jan en vörur þess hafa verði seldar í Reykjavík, Akureyri, Kaupmannahöfn og New York. Áhersla Go with Jan hefur einkum verið á munstur og áferðir efna. Nánari upplýsingar um Guðjón er að finna á heimasíðunni www.gowithjan.com
Reykjavíkurborg er styrktaraðili sýningarinnar.
Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
105 Reykjavík
Opið fimmtudaga-sunnudaga kl. 14-18. |
|
|
|
|
|
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |