georgegittoes1
George Gittoes
LOVE CITY
24. 04. 2013 - 24. 04. 2013
 
Heimildarmyndin Love City eftir George Gittoes frumsýnd á Íslandi.
AÐEINS SÝND Í ÞETTA EINA SKIPTI Í KLING & BANG gallerí MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 24.APRÍL KLUKKAN 20.00:

Heimildarmyndin Love City eftir George Gittoes er tekin í og við borgina Jalalabad í Afganistan. Love City er um hóp af ungum leikurum, kvikmynda-og tónlistarfólki sem vinnur saman að gerð kvikmynda með litlu fjármagni (Bollywood stíl) þar sem ástin sigrar allt – undarlegur gjörningur í tættri stríðshrjáðri borg sem þolað hefur mátt mikið ofbeldi. Gittoes og konan hans Hellen Rose, og hinir glöðu leikarar færa hinum gleymdu börnum Tora Bora gleði (og kvikmyndir) og skora á Talíbana að skipta á byssum sínum og ímyndunaraflinu.

Ásamt því að vera einn af fremstu fígúratívu málurum Ástralíu er Gittoes jafnframt kvikmyndagerðarmaður.
Myndir hans taka á málefnum sem alla jafna er fjallað um af fréttamönnum. Síðustu þrjá áratugi hefur hann unnið kvikmyndir á stríðshrjáðum átakasvæðum, meðal annars í Sómalíu, Kambódíu, Pakistan, Afganistan, Rúganda, fyrrum Júgóslavíu, Suður Afríku, Írak og mörgum öðrum löndum.

Síðasta áratuginn hefur Gittoes að mestu búið í Afganistan, þar sem hann hefur sett á stofn listmannarekna vinnustofu er hann kallar “Gula húsið” (Yellow House), undir áhrifum frá draumi Vincent Van Gogh um stað þar sem listamenn gætu komið saman og gert tilraunir til að skapa og finna upp list framtíðarinnar.
Verk Gittoes leitast við að sanna að list geti haft meiri áhrif á félagslegar breytingar en stríð.
Love City Jalalabad er uppfull af litríkum karakterum, þar á meðal sjálfmenntaðri hasar-hetju, eins metra háum álfi með töframátt, apa með þúsund kúnstir og hópi leikkvenna sem sjá sig sjálfar sem frelsisbardagamenn í samfélagi sem bannar þeim allt. Fyrsta verkefni þeirra er að kvikmynda þrjár ástarsögur með kvenkyns leikurum. Því næst gera þær kvikmyndir fyrir börn leikstýrt af 19 ára gamalli Pashtun leikkonu. Þessar kvikmyndir ferðast með Yellow House Cinema Sirkúsnum, sem færir börnum Tora Bora í Afganistan listir og töfra.
Leikararnir hætta lífi sínu með þessum kvikmyndum þar sem kvenfólk í þessu samfélagi mega ekki leika eða vera fyrir framan kvikmyndavélar og þar sem mörg barnanna hafa aldrei séð kvikmyndir.

Heimildarmyndin Love City Jalalabad dansar á undraverðan hátt á milli ofur-raunsæis og hins fjarstæðukennda.

ÞÚ VILT EKKI MISSA AF ÞESSU !!!!
 
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is