rk_the_visitor_elisabet_davids10_copy
Ragnar Kjartansson
VISITORS
30. 11. 2013 - 23. 02. 2014
 
OPNUN LAUGARDAGINN 30.NÓVEMBER KL.17.00
Sýningin hefur verið framlengt til 23.febrúar:
OPIÐ FIMMTUDAGA-SUNNUDAGA FRÁ KL.14-18.
Aðgangur ókeypis.

Með mikilli ánægju tilkynnir Kling & Bang gallerí í samvinnu við Thyssen-Bornemisza Art Contemporary (TBA21), Vínarborg opnun á sýningu á The Visitors eftir Ragnar Kjartansson í Kling & Bang gallerí. Þessi níu skjáa myndbandsinnsetning verður nú sýnd í Kling & Bang þar sem Ragnar Kjartansson hélt sína fyrstu einkasýningu árið 2003. The Visitors var frumsýnt í Migros safninu í Zurich í fyrra og er m.a. hluti af safneign TBA21.

Hið kvenlæga og harmrænn sigur þess er þungamiðja The Visitors - óður vináttu við tónfall rómantískrar örvæntingar. Hópur vina og tónlistarmanna safnast saman í kjörlendi bóhemíunnar, í ljósaskiptunum á hinum stórbrotna og hnignandi Rokeby Farm í Upstate New York. Staðurinn verður vettvangur þess sem Ragnar kallar feminískt, níhilískt gospel lag: marglaga portrett af vinum listamannsins, könnun á möguleikum tónlistar í kvikmyndaforminu og dregur titil sinn af síðust plötu ABBA, The Visitors, sem mörkuð var aðskilnaði og ósigri. The Visitors verður nú sýnt í Reykjavík, en þangað á það rætur sínar að rekja að miklu leyti. Tónlistarmennirnir koma flestir þaðan og lagið er samið við texta úr ljóðum listamannsins Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, svo verkið verður á vissan hátt portrett af ákveðinni kynslóð í listasenu Reykjavíkur, auk þess að vera portrett af öllum einstaklingunum í myndbandinu. Í þessu kvikmyndaða málverki í níu hlutum er flutt melankólískt lag í óklipptrie klukkustundarlangri töku þar sem aðallínan er endutekin æ ofan í æ: Once again I fall into my feminine ways og í kjölfarið fylgir örlítið níhílískara vers: There are stars exploding around you, and there’s nothing you can do.


The Visitors var tekið upp í Rokeby, sögufrægum stað í Upstate New York sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar á miklum mótunartímum bandarísks samfélags, allt frá árinu 1813 til dagsins í dag. Íbúar hússins eru afkomendur hinnar sögufrægu Astor fjölskyldu og húsið hefur þá sérstöðu að vera tignarlega lítið uppgert og nánast ósnortið. Áður fyrr var Rokeby miðstöð valds í Ameríku en nú er það í eigu afkomendanna sem búa þar blankir, skapandi og ástríkir og kalla mætti húsið kastala bóhemíu. Ragnar heillaðist af staðnum við fyrstu heimsókn fyrir sex árum og hefur dvalist reglulega hjá fjölskyldunni síðan þá og með þeim hefur tekist mikil vinátta.

Af gripum heimilisins, sem skildir hafa verið eftir af fólki sem dvalið hefur á setrinu á þessum öldum mótunar amerísks samfélags, má lesa kafla úr mannkynssögunni; flautur, fallbyssur, sverð, bækur og málverk á víð og dreif um húsið segja sögur frá frelsistríði Bandaríkjanna, Þrælastríðinu, Boxarauppreisninni, Fyrri heimsstyrjöldinni, uppbyggingu Manhattan, tilraunum til nýlendustofnunar í Afríku, stofnun New York Public Library, grammafóni Edison og mörgu fleiru.

Íbúarnir reyna að sinna því nánast ómögulega verkefni að halda 43 herbergja setrinu í þolanlegu standi með eigin höndum, jafnframt sem þau sinna eigin ólíku hugðarefnum – shamanisma, njósnastarfi, erótískri myndlist, bílaviðgerðum, brúðugerð, fallbyssuskotum og þar fram eftir götunum, auk þess að vera alltaf boðin og búin til að hýsa næsta leikhúsverkefni, tónleika eða spírítistaviðburð sem sveitungum þeirra dettur í hug að halda. Til að heiðra arfleið sína selur fjölskyldan aldrei nein listaverk, húsgögn eða sögulega muni og þannig hefur orðið til þessi einstaki staður þar sem söguleg verðmæti blandast eðlilega við daglegt líf og búa til áþreifanlega taug til liðinna tíma.

með góðfúslegu leyfi frá:
Luhring Augustine, New York
i8 gallery, Reykjavík

Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
IS-101 Reykjavik

Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl.14-18
 
Til að skrá sig á póstlista Kling & Bang
vinsamlega afritið slóðina hér fyrir neðan og setjið í
nýjan glugga - og skráið ykkur þar:

http://eepurl.com/jHMJT
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is