29496041_2056424154683784_3676346826891460608_n
Elizabeth Peyton
Universe of the World-Breath
17. 03. 2018 - 20. 05. 2018
 
Opnun laugardaginn 17. mars kl. 17.

Á sýningunni verða níu verk unnin á árunum 2017 og 2018: tvö einþrykk, ein teikning með litblýant og pastel, ein æting, ein vatnslitamynd, tvö olíumálverk, ein æting með mjúkgrunni og tvær dúkristur.

Allar myndirnar nema ein sýna fólk. Þetta eru myndir af vinum; Bella D’arcangelo 8 ára, Kristian Emdal og Antoine Wagner; sjálfsmynd af listamanninum; tvær myndir af japanska listhlauparanum á skautum Yuzuru Hanyu; teikning sem gerð er eftir portretti Michelangelo af Andrea Quaratesi; sena af Fríðu að falla í fang Dýrsins úr kvikmynd Jean Cocteau La Belle et la Bête og eitt málverk af blómum.

Ýmist sat fólkið fyrir hjá listamanninum, og eða verkin voru sköpuð upp úr ljósmyndum listamannsins eða fundnum ljósmyndum, kvikmyndum og eftir minni.

Titill sýningarinnar The Universe of the World-Breath er upprunninn úr texta Markúsar Þórs Andréssonar í sýningarskránni.

Þegar sál sökkvir sér gjörsamlega í sálu
er þær drekka unaðssælar augliti til auglitis;
eðlismót finnur sjálft sig í eðlismóti,
og lokastund allrar vonar boðar komu sína;
varirnar hljóðna í agndofa þögn,
og hið innra á sér engar óskir framar; –
þá ber manneskjan kennsl á teikn eilífðarinnar
og ræður gátu þína, heilaga náttúra!

úr Stehe Still, Wesendonck-Lieder eftir Richard Wagner
þýðing: Reynir Axelsson

Wenn Aug' in Auge wonnig trinken, Seele ganz in Seele versinken; Wesen in Wesen sich wiederfindet, Und alles Hoffens Ende sich kündet, Die Lippe verstummt in staunendem Schweigen, Keinen Wunsch mehr will das Innre zeugen: Erkennt der Mensch des Ew'gen Spur, Und löst dein Rätsel, heil'ge Natur!

Elizabeth Peyton, sem er fædd 1965, býr og starfar í New York og Evrópu. Hún nam myndlist við School of Visual Arts í New York og verk hennar eru í söfnum og safneignum víðs vegar um heiminn. Af nýlegum einkasýningum hennar má nefna Éternelle Idole, Villa Medici, Rome 2017; Still Life, Hara Museum of Contemporary Art, Tokyo, 2017; Tristan und Isolde, Gallery Met, Metropolitan Opera, New York, 2016; Here She Comes Now, Kunsthalle Baden Baden, 2013 ogLive Forever, New Museum, New York, 2008.

Opnun sýningarinnar fer fram laugardaginn 17. mars kl. 17

Sýningin stendur til 20. maí
 
Kling & Bang
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland

Opnunartímar
Mið til sun 12 – 18
fim 12 – 21
lokað á mánudögum/þriðjudögum

Aðgangur ókeypis

Kling & Bang works in collaboration with Thyssen-Bornemisza Art Contemporary, Vienna and The City of Reykjavík
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is