1[2].yfirlit
Melkorka Huldudóttir
Myrkraverk
01. 12. 2003 - 12. 12. 2003
 
Myrkraverk


Það er alltaf eitthvað óhugnanlegt við að koma inní kjallara, andrúmsloftið er rykmettað og óþjált, þar þrýfast bara hlutir sem engin kærir sig um lengur og þar geta myrkraverkin gerst. Er það tilviljun að morð, pyntingar og varðveisla dauðans í heimahúsum eiga sér nær undantekningalaust stað í kjallaranum ?
Við fáum aðgang að kjallara Melkorku, rými sem við komumst eiginlega aldrei inn í hjá öðrum og heimsækjum bara stöku sinnum hjá okkur sjálfum, þá oftast af nauðsin, til að ná í eitthvað niðurgrfaið sem þarf að dusta rykið af.
Melkorka er búin að setja það sem er venjulega undir yfirborðinu upp á aðra hæð og leyfir okkur að gægjast undir meðvitundina. Allt lítur út fyrir að vera gamalt og mikið notað; upprúlluð teppi sem búið er að sníða á önnur gólf, borðplata með engar fætur; húsgögn með sögu og ósennilega framtíð.
Einhvern vegin er tilfinningin sú að það sem fram fór í þessu rými þoli ekki dagsljósið, bara svona smá birtu svo við sjáum litlu krukkurnar og flugulíkin inní þeim, sem standa í hópum á víð og dreif.
Og þó þegar maður rýnir á þær þá eru þessir litlu fljúgandi fangar svo lifandi á augljóst tilbúin hátt. Þær hafa verið nosturslega búnar til úr allskyns afgöngum, sælgætisbréfum, límbútum og fyllingin er úr gömlum böngsum. Brúður sem hafa verið lokaðar hver inní sinn litla heim, bróðurpart gerðar úr leyfum af eftirlæti barnsins, sælgæti og bangsa sem er oft eina huggunin við erfiðleikum sem eru óskiljanlegir öllum nema honum.
Í horninu er svo flóttaleiðin, göngin sem speglast úr sjónvarpinu á vegginn, en ef maður er á annað borð komin niður í kjallara verður maður að dröstlast með hann. Það kemst engin frá kjallaranum sínum, hann er staðurinn þar sem sumir fremja myrkraverk en aðrir nota aðgengið til að skoða árátturnar og alla skrýtnu hlutina sem þar eiga heima.
Innsetning Melkorku skilur mann eftir í rými sem er einhverstaðar á milli; kjallarans og annarrar hæðar, draums og veruleika, þess sem var gert og afleiðingu þess, myrkraverks og sakleysis.
Einhverstaðar þarna á milli hangir maður eins og flugan í krukkunni, fangaður í aðstöðunni.



Nína
 
 
melallt
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is