a-hverfandi-mariarun
María Rún Þrándardóttir
HVERFANDI
22. 08. 2020 - 27. 09. 2020
 
Tvær einkasýningar opna laugardaginn 22. Ágúst frá kl.12-18 í Kling & Bang á Listahátíð í Reykjavík 2020. Á sýningunum sýna Aniara Omann (DK) og María Rún Þrándardóttir (IS) glæný verk sérstaklega unnin fyrir tilefnið.

María Rún Þrándardóttir er einn fulltrúa ungu kynslóðarinnar á Listahátíð í Reykjavík þetta árið, en hún útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2019. Á sýningu hennar Hverfandi í Kling & Bang, sem er hennar fyrsta einkasýning í opinberu rými, birtast ný verk sem hafa brýnt erindi.

Viðfangsefni Maríu eiga í sterku samtali við tíðarandann en bregða upp óvæntu og áleitnu sjónarhorni á málefni á borð við umhverfismál og samband manns og náttúru, auk þess sem verk hennar hafa oftar en ekki skírskotun í femínisma. Tungumálið leikur einnig stóran þátt í verkum listakonunnar sem sækir í brunn persónulegrar reynslu við sköpun gjörninga og vídeólistar.
 
Kling & Bang
Marshallhúsið
Grandagarður 20
101 Reykjavík
Ísland

Opnunartímar
Mið til sun 12 – 18
fim 12 – 21
lokað á mánudögum/þriðjudögum

Aðgangur ókeypis

Kling og Bang í samstarfi við Thyssen-Bornemisza Art Contemporary og Reykjavíkurborg
 
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is