|
|
|
David Diviney |
Foxfire |
01. 11. 2003 - 30. 11. 2003 |
|
David Diviney - Foxfire
Seint á sjöunda áratugnum var fyrsta bókin í seríu frá Foxfire útgáfunni gefin út. Bókunum var ætlað að festa á blað visku Fjallafólksins til sveita í Norður-Ameríku og færa í letur munnlega geymd þessarar menningar. Þetta eru einskonar sjálfsbjargarhandbækur sem útskýra sérlega mikilvæga hluti eins og „Brugg sem fagrar listir“ (Moonshining as a Fine Art) og þannig varðveita hugvitssemi og sérkenni þeirra sem eitt sinn brutu undir sig óbyggðirnar. David Diviney ólst upp í hæðardragi Blue Mountain í Appalachiafjöllunum og einstakt sjónrænt tungumál sem virðist búa yfir innri lógík sem endurpeglar sjálfsbjargarviðleitnina sem er samofin lífsháttum til fjalla. Þótt listamaðurinn sé ekki strangt til tekið fjallabúi (hillbilly), eins og heiti sýningarinnar gefur til kynna, þá sækir hann í brunn þessarar menningar til að skoða hrifningu samtímans á einföldu „alþýðufólki“ eins og honum sjálfum. Innan þessa kallast skúlptúrar Divineys á við frásagnarbyggingu ýmissa Foxfire-kafla eins og „Veiðisögur“ (Hunting Tales) og „Að verka og elda villibráð“ (Dressing and Cooking Wild Animals), stilla óljóst til samanburðar á listsköpuninni og veiðum (hið endanlega karlmannlega athæfi í hnotskurn?) þar sem æfing, nákvæmni, mið og að lokum verðlaunagripurinn (hluturinn, viðfangið) segja til um árangurinn (sjálfsbjörgina).
David Diviney útskrifaðist með BFA gráðu frá Tyler School of Art í Fíladelfíu, Bandaríkjunum og með Mastersgráður frá Nova Scotia College of Art and Design, Halifax, Kanada.
Frá árinu 1994 hefur David verið með einkasýningar og tekið þátt í samsýningum í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Ítalíu og á Íslandi.
Af völdum sýningum árið 2003 má nefna; Duplex, Art Gallery í Galgary í Kanada, Container, Real Art Ways, Hartford, Bandaríkjunum, Scatalogue: 30 Years of Crap in Contemporary Art (ásamt Paul McCarthy, Gilbert & George og öðrum), SAW Gallery, Ottawa í Kanada.
David Diviney mun halda sýningu í Listasafni ASÍ í nóvember 2004 ásamt Erling Þ.V. Klingenberg.
Í dag býr og starfar David Diviney í Lethbridge, Alberta í Kanada.
|
|
David Diviney - Foxfire |
|
|
|
|
Grandagarđur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |