|
|
Andri Björgvinsson |
Einhljóð / Monophthong |
27. 04. 2024 - 02. 06. 2024 |
|
Tvær sýningar opna í Kling & Bang laugardaginn 27. apríl kl.16.00. Annarsvegar Uppúr vasanum drógu þau spýtu með verkum listamannatvíeikisins Töru og Sillu og hinsvegar Einhljóð með verkum Andra Björgvinssonar.
|
|
Einhljóð:
Andri Björgvinsson sýnir ný verk sem öll á sinn hátt snúast í hringi og gefa með því frá sér hljóð. Verkin mætti líta á sem tónlistarlegar tillögur sem drifnar eru áfram af rúðuþurrkumótorum. Mótorarnir spila Pólírytma og óútreiknanlegar melódíur með mismunandi leiðum, meðal annars með nákvæmri eftirmynd af munnholi manneskju og bjöllum sem hjálpa börnum að taka sín fyrstu skref í tónlistarflutningi. Innann veggja rýmisins mun þannig verða til rafknúinn músíkalskur kliður sem endurtekur sig út í hið óendanlega.
.
Andri Björgvinsson (f. 1989) lauk BA prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2015. Andri hefur verið með einkasýningar meðal annars í Harbinger og Raum für Drastische Maßnahmen í Berlín auk þess sem hann hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum í Reykjavík. Ásamt myndlistinni fæst Andri við tónlist og má oft sjá snertifleti tónlistar og myndlistar í verkum Andra. Yfir sumartímann rekur hann sýningarrýmið Glettu á Borgarfirði Eystri.
Andri býr og starfar í Reykjavík
-
Frítt inn. Allir velkomnir
Grandagarður 20
Styrkt af Bryggjan Brugghús, Himbrima, Reykjavíkurborg og Myndlistarsjóð.
Hönnun: Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir |
|
|
|
|
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |