andri-poster
Tara & Silla / Tara Njala Ingvarsdottir & Silfrun Una Gudlaugsdottir
Uppúr vasanum drógu þau spýtu / They Removed a Plank of Wood from their Pocket
27. 04. 2024 - 02. 06. 2024
 
Tvær sýningar opna í Kling & Bang laugardaginn 27. apríl kl.16.00. Annarsvegar Uppúr vasanum drógu þau spýtu með verkum listamannatvíeikisins Töru og Sillu og hinsvegar Einhljóð með verkum Andra Björgvinssonar.
 
Uppúr vasanum drógu þau spýtu:
Það brakar í spýtunum. Þær hvæsa, hvísla og syngja.
Spýtur eru lagðar hlið við hlið, spýtu fyrir spýtu.
Á einkasýningu Töru og Sillu Uppúr vasanum drógu þau spýtu sýna þær ný verk sem vefjast inn í og upp úr gólfinu. Við kynnumst gólfinu í gegnum hreyfingu músarinnar, söng fjalarinnar og áferð spýtunnar. Í ferlinu einangra þær fyrirbæri, brjóta þau í sundur og púsla brotunum saman.

Myndlistardúóið Tara og Silla er skipað af Töru Njálu Ingvarsdóttur (f. 1996) og Silfrúnu Unu Guðlaugsdóttur (f. 1996), þær hafa unnið saman síðan þær hófu fyrst samstarf árið 2018 í myndlistarnámi við Listaháskóla Íslands. Þaðan luku þær BA námi vorið 2020. Þær vinna þvert á miðla og verk þeirra birtast einkum sem vídeóverk, gjörningar og innsetningar sem fjalla um fögnun, vináttu og samskipti. Mottó-ið þeirra er: „Playful not hostile’.
Þær hafa haldið tvær einkasýningar, í Myndhöggvaragarði Reykjavíkur og á Kleifum ásamt því að taka þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis á borð við alþjóðlegu sýninguna Rolling Snowball í Djúpavogi, 60 gjörningar á 6 dögum, Open House í Haag Den og Upptaktur að Myndlist í Hörpu. Að þessu sinni snúa þær sér að gólfinu í heildrænni innsetningu sem er óður til þess efnis og rýmis sem við göngum á.
taraogsilla.cargo.site

Frítt inn. Allir velkomnir
Grandagarður 20
Styrkt af Bryggjan Brugghús, Himbrima, Reykjavíkurborg og Myndlistarsjóð.
Hönnun: Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir
 
 
 
 
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík kob@this.is