 |
|
 |
Shirley Tse - Dana Berman Duff |
The Universe Breathes Us |
16. 08. 2025 - 28. 09. 2025 |
|
Kling & Bang býður ykkur hjartanlega velkomin á sýninguna The Universe Breathes Us, sem opnar laugardaginn 16. ágúst kl. 17 - 19 og stendur til 28. september 2025. Á sýningunni eru ný verk eftir Relational, samvinnuheiti þeirra Shirley Tse og Dana Berman Duff. Saman kanna þær tengslin milli sjávarfalla og öndunar, ljóðræna orku náttúrunnar og þá krafta sem sameina og móta heim okkar.
Á sýningunni verða skúlptúrar, ljósmyndir og vídjóverk. Í tengslum við sýninguna sömdu Alan Duff Berman og Dana Berman Duff kórverk sérstaklega fyrir rými Kling & Bang. Auk þess unnu þær Shirley og Dana með tilraunatónskáldinu Douglas Farrand, sem samdi hljóðverk út frá sjávarföllum Reykjavíkur – verk sem breytist dag frá degi í takt við flóð og fjöru. Í tilefni sýningarinnar verður gefin út vegleg sýningarskrá þar sem samtöl og vinna listamannanna í aðdraganda sýningarinnar kemur fram í mynd og texta. Sýningarstjóri er Anna Hrund Másdóttir.
Á opnunardegi sýningarinnar kl. 18 verður sérstakur performans þar sem kórverkið verður frumflutt af söngvurum undir handleiðslu Thomas Stankiewicz. (Kórinn mynda þau Arna Mjöll, Arvid Ísleifur, Breki Sigurðarson, Dagný Guðmundsdóttir, Dagur Bjarnason, Helga Guðný Hallsdóttir, Júlíus Máni Sigurðsson og Sigríður Þorsteinsdóttir)
|
|
|
|
|
|
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |