|
|
|
Ragnar Kjartansson-2003 |
Nýlendan / Colony |
07. 06. 2003 - 22. 06. 2003 |
|
“Hvað er hann að hugsa að vera svona fullkomlega misboðið, getur hann ekki reist hönd yfir höfuð sér (eða rass)” er eitt af því sem veltur í gegn um hugann þegar maður stendur frammi fyrir barsmíðum lénsherrans og heyrir höggin dynja á auma íslendingnum sem er jafnframt myndlistarmaðurinn sjálfur.
Myndbandsverkið á sýningunni var gert fyrir sýningu í Gallery Stalke í Danmörku og er enn til sýnis þar.
Eftir að hafa spjallað við Ragga verður manni ljóst að það skiptir máli, verkið útleggst sjálfkrafa allt öðruvísi hér en þar...
Hér, erum við eins og Íslendingurinn “negrar norðursins” og horfum á okkur vera rasskellt og bölvað í sót og ösku. Það getur vakið með okkur ýmislegt...(samkennd með kúguðum, sögulega endurskoðun) en einhvern veginn stendur upp úr að það er langt síðan...
Þar, eru þeir þvíngaðir til að horfast í augu við annað en þá líbó spegilmynd sem þeir hafa hingað til haldið á lofti fyrir umheimin, því Danir eru enn nýlenduherrar, þó við séum ekki lengur okuð...
Þessi gamli nýðingsháttur settur fram í þennann leikræna búning inni í rými sem er “tableau vivant”búið til af Ragga sjálfum, er í fyrstu bara fyndin og skemmtilega púkó, en það er einmitt það rými sem heillar, endurómunin á eldgömlum svívirðingum, þar sem “listamaðurinn” er svívirtur á tungumáli gamallar valdníðslu... það má alltaf finna samsvörun í nútímanum... e-h staðar eru “Þeir” að berja á “Okkur”...
Það er eitthvað í því að í gjörningnum, sem er sá miðill sem Raggi hefur oft notað, er maður útsettur líkamlega, og tilfinningin er sú að þeim mun erfiðari (sársaukafyllri) sem framkvæmdin er þeim mun sterkara verður verkið... Klostrófóbískur heimur leikhússins og Sagan eru augljósir áhrifavaldar, skipateikningarnar eru t.d. áhugamál frá barnæsku Ragga, þar sem sýning á stóra Vasa skipinu leiddi til þráhyggjukenndra teikningu á skipum sem enn situr greinanlega í. En það er líka tenging við body artista sjöunda áratugarins Feministana og Vito Acconci, Cris Burden ofl, “...eitthvað sem heillar við að vera svona naivt blunt”.
Þessi barsmíð líkama íslendingsins/listamannsins undirstrikar þá staðreind að líkaminn er blanda holds og menningar. Það er ekki hægt að lemja eitt frá öðru... öldum síðar samsömum við okkur með Ragga í myndbandinu og alveg eins og í dönskutímum í gamla daga blótum við níðingnum og tökum við kæfðu túngumáli valdsins með honum...
Nína Magnúsdóttir
|
|
|
|
|
|
|
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík
kob@this.is |