veferling
Erling T.V. Klingenberg
ÉG SÝNI EKKERT EN í NÝJU SAMHENGI
17. 12. 2005 - 22. 01. 2006
 
Opnun 17.desember klukkan 17
ÉG SÝNI EKKERT en Í NÝJU SAMHENGI - Erling T.V. Klingenberg

Metrar og nanómetrar

Hver staður hefur sitt viðmiðunarkerfi, athvarf í valdapíramída menningarinnar,
styrka stoð að baki trúverðugri sjálfsímynd einstaklinga og hópa. Svo list geti
þrifist verður hún að ná samkomulagi um viðmið sem nota má sem gilda mælikvarða.
Hvort hin raunverulegu viðmið séu verk þeirra sem af djúpri tilfinningu og einurð
efast um hið opinbera og viðurkennda viðmiðunarkerfi hvers tíma, látum við liggja
milli hluta hér.

Verðmæti listaverks felst í því hvort einhver eftirspurn er eftir því. Ef það er keypt
dýru verði af alvöru safnara eða safni þá er verkið gott og listamaðurinn hefur náð
eftirtektarverðum árangri.
Listaverk sem eru gerð og ekki seljast eru þess vegna að einhverju leyti verulega
ábótavant. Þeir sem bjuggu þau til fara villir vegar og ættu ekki að kalla sig alvöru
listamenn undir venjulegum kringumstæðum.
Listamaður sem selur grimmt jafnt til alvöru kaupenda og sakleysingja nýtur þess
að til er viðmiðunarkerfi sem hægt er að fara eftir. Salan byggist á því að gerast
handgengur tíðarandanum og framleiða vöru á grundvelli ríkjandi hugmyndafræði.
Þeir sem byggja listsköpun sín fyrst og fremst á sölumennsku og smjaðri fyrir
væntanlegum kaupendum eru ekki alvöru listamenn heldur sniðugir og bíræfnir
einstaklingar sem nota sköpunargáfu sína til þess að lifa einföldu og þægilegu
lífi sem hálfvolgir skreytingamenn og skemmtikraftar. Pæliði í þessu.

„Einhvers staðar verður samtímalist að vera til staðar sem dæmi um hvernig list
og umgjörð hennar var raunverulega hugsuð. Á sama hátt og platíníum-íridíum
meterinn er grundvöllur málbandsins, verður einnig að vera til nákvæm mælistika
á þá list sem er gerð við tilteknar aðstæður í samtímanum.“ - sagði Donald Judd,
skömmu fyrir andlát sitt 1994, og var að vísa til hugmyndafræðinnar að baki
Chinati stofnunarinnar í Marfa í Texas. (www.chinati.org)

Ef Chinati stofnunin í Marfa í Texas gerir tilkall til vörslu myndlistarmetersins,
þá gerir Safn að Laugavegi 37 í Reykjavík réttmætt tilkall til að geyma nanómeter
samtímalistarinnar. (www.safn.is)

Það sem Erling T.V. Klingenberg hefur gert á sýningunni Ég sýni ekkert
en í nýju samhengi er að spegla kjarna safnsins í Safni og setja upp
trúverðugar eftirmyndir verkanna við áþekkar aðstæður neðar í götunni.
Með þessu er hann að breiða út fagnaðarerindi góðrar listar og gefa fleirum aðgang
að birtingarmyndum góðs smekks og gildra mælikvarða. Erling setur sig í spor
bláeigra sporgöngumanna sem í góðri trú endurtaka brattir það sem vel er gert,
virkar og er viðurkennt.
Ekki er gott að vita á þessari stundu hvort falleg, vel unnin og skemmtileg sýning
Erlings T.V. Klingenberg í Kling og Bang gallerí (http://this.is/klingogbang) að Laugavegi 23 skerpir eða skælir viðmiðunarkerfi listunnenda með því að taka afrit af fyrirliggjandi
mælieiningu. - Klósettkafarar eru óútreiknanlegir og aldrei að vita hvað þeir geta töfrað fram með sjónhverfingum sínum.

Nú eru nanómetrarnir orðnir tveir og úr vöndu að ráða fyrir áhorfendur, listunnendur,
alvöru safnara og hina síkviku nemendur sem iða í skinninu í leitinni hver að sínum...

 
 
yfirlitfremraerling pippierling weinererling rotherling teiknerling gudrunhronnerling kiddierling kiddierlingdetail1 kiddierlingdetaiil2 ragnaerling ragnaerlingdetail yfirlitinnraerling fleuryerling tuttleerling planterling flavinerling judderling idontwanterling lucaserling longerling
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is