  | 
         
         
          |    | 
          
   
      | 
   
   
    | Gelitin | 
   
   
    | HUGRIS | 
   
   
    | 15. 07. 2006 - 13. 08. 2006 | 
   
   
    |   | 
   
   
    15.júlí - 30. júlí 2006 
Opnar 15.júlí klukkan 19.30 
GJÖRNINGUR aðeins á opnun kl.19.30 / SÝNING 
 
„HUGRIS“  í undralandi 
 
Ímyndunaraflið er frumkraftur tilverunnar. Það getur umskapað   
raunveruleikann. Aðeins þeir sem sjá fyrir sér það ósýnilega ná að   
framkvæma það ómögulega. Með krafti ímyndunaraflsins er hægt að sjá   
það ósýnilega, taka á því ósnertanlega og framkvæma það ómögulega.   
Þeir sem draga í efa að þetta sé hægt eiga ekki að standa í vegi   
fyrir þeim sem stunda þetta. Málið er að einmitt þeir sem ástunda   
notkun ímyndunaraflsins hafa rökstuddari hugmynd um hvað lífið snýst   
en þeir sem trúa ekki á það. Í rauninni þarf raunsæismenn til að trúa   
á kraftaverk. Endurnýjum ímyndunarafl okkar á hverri stundu! Er það   
svo erfitt í raun? Við vitum hvað þarf að gerast en gerum við það sem   
við vitum. Lífið springur út eins og goshver hjá þeim sem komast í   
gegnum skel aðgerðarleysisins. Kyrrstaða á bara heima hjá   
myndastyttum. Veröldin hreyfist  og hugmyndir sem einu sinni voru   
góðar eru ekki endilega góðar í dag. Í dag er grasið eins grænt og   
hægt er að hafa það. Döfnum þar sem okkur er plantað. Það sem er   
hefur alltaf verið. Ef við breytum viðhorfi okkar til hluta fara   
þeir að breytast. Er það svo erfitt? Ruglum ekki saman hreyfingu og   
framkvæmd. Þegar við breytum því sem við trúum, breytist það sem við   
gerum. Ímyndunaraflið er ekki ósvipað skrúfulykli - það passar á   
allt. Kertaljós tapar engri birtu eða krafti með því að gefa öðru   
kerti ljós. Hugurinn er eins og fallhlíf - hann virkar ekki nema   
opinn. Ímyndunaraflið ögrar sálinni að fara lengra en augun sjá. Við   
þurfum bara að taka á okkur gjörðina - ekki útkomuna. Ímyndunaraflið   
gefur óséðum hlutum von. Takmörkum aldrei framtíð okkar með því að   
gera bara það sem við höfum alltaf gert. Er það svo erfitt? Víkkum   
skynjun okkar og þrengjum væntingarnar. Finnum það sem býr í okkur   
sjálfum - allt annað er tilbúið. Að ímynda sér ástarleiki er miklu   
áhugaverðara en ástin í raunveruleikanum - jafnvel meðan leikurinn er   
stundaður. Að gera það aldrei er mjög kynæsandi. Er það svo erfitt?   
Það sem liggur fyrir framan okkur er svo lítilfjörlegt miðað við   
kraftinn sem býr innra með okkur. 
 
SJÁ EINNIG: http://artnews.is/issue010/010_gelatin.htm 
 
 
Gelitin hópinn þarf vart að kynna fyrir þeim sem á annað borð fylgjast með listum en þeir hafa þekkt hvorn annan síðan 1978 og starfað saman síðan 1993.  Á ferli sínum sem hópur hafa þeir sýnt m.a. á Feneyjartvíæringnum, Sjanghæ-tvíæringnum, Gagosian gallerí í New York og Pompidou í París og víðar. 
Þeir hafa vakið mikla athygli fyrir verk sín þar sem þau eiga sér ekki endilega stað né tengingar innan veggja gallería eða listastofnanna heldur oftar en ekki við veruleikann í allri sinni mynd.  Verk þeirra geta verið teikningar, skúlptúrar, gerningar, ferðalög eða eitthvað allt annað sem veruleikinn býður upp á.  Líkaminn kemur þó alloft við sögu í list Gelitin og fremja þeir oft gerninga, sem mörgum hverjum þykja grófir þar sem þeir leyfa sér að leika með og teygja á hinu almenna tungumáli líkamans. 
Gelitin segir m.a. um verk sín; “Fólk verður líkamlega ástfangið af því sem við gerum.  Það er þessi “með fiðrildi í maganum” tilfinning sem við reynum að skapa í öllu því sem við gerum.  En í sumum verkum okkar viljum við líka kalla fram hrylling, losta, þrá, svæsna kynferðislega girnd og aðrar jákvæðar tilfinningar.  Við notum þau efni sem möguleg eru, þannig að tilvísanir okkar eru tilviljunarkenndar.” 
 
Eitt þeirra verka Gelitin sem hlotið hefur mikla athygli var þegar þeir byggðu svalir á Tvíburaturnanna sem voru og hétu er þeir höfðu tímabundna vinnustofu þar.  Var gluggi tekin úr, svölunum skotið út í 20 mínútur meðan einn af hverjum meðlimi Gelitin birtist á svölunum.  Einnig hlutu þeir nýlega mikið lof fyrir sýningu í Leo Koenig galleríinu í New York, borginni þar sem umhverfi listarinnar snýst fyrst og fremst um að selja.   Þar byggðu þeir einskonar híbýli inni í galleríinu, lokuðu sig þar inn í viku með engum gluggum, símum, sjónvarpi eða klukku.  Gestir sýningarinnar gátu komið með hvaða hlut sem er, set inn í híbýlið í gegnum þar til gerða lúgu og stuttu seinna skilaði hluturinn sér ásamt eftirlíkingu af þeim hlut, gerðum af Gelitin gestinum til eignar.   
 
Gelitin elska að ferðast og eru listamenn, þar af leiðandi gæti maður spurt sig hvort það að ferðast geti orðið að list eða er það leitun að list?  Gelitin leitast við með list sinni og ferðalögum að búa til tengingu milli síns og veruleikans. 
Nýlega ferðuðust þeir á vespum frá Vínarborg til Sofia, höfuðborgar Búlgaríu.  Á leiðinni söfnuðu þeir að sér reynslu, hlutum og tóku ljósmyndir á ferðum sínum.  Endaði svo ferðin í galleríi í Sofia þar sem þeir voru með gjörning, notuðu hluti úr ferðinni og vespurnar og reynsla þeirra gerð áhorfendum kunn.   
 
Þeir eru einmitt þessa daganna á ferðalagi um Ísland.  Hvað þeir munu gera og sýna í Kling & Bang gallerí kemur í ljós í júlí. 
 
Kling & Bang gallerí er opið fimmtudaga til sunnudag frá kl.14-18 og stendur sýningin til og með sunnudeginum 13.ágúst.  Allir velkomnir – enginn aðgangseyrir. 
 
http://www.gelitin.net 
 
http://this.is/klingogbang/ 
 
http://www.gelitin.net/mambo/bibliography 
 
http://www.gelitin.net/mambo/biography/ 
 
http://www.gagosian.com 
 
http://www.leokoenig.com/ 
 
http://www.galerieperrotin.com/ 
 
 http://www.massimodecarlo.it/ 
 
http://www.meyerkainer.com/ 
 
http://www.nicolavonsenger.com/ 
 
 
“Gelitin is a group of four artists working together in Vienna - Tobias Urban, Wolfgang Gantner, Florian Reither and Ali Janka. They met in 1978 and formed a partnership in 1993. Gelitin have shown in many international exhibitions including "Dionysiac," at the Centre Pompidou, Paris and the first Moscow Biennial, both earlier this year. In 2003 they were commissioned to make a performance for the first Frieze Art Fair, London, and in 2002 they made events for the Gwangju and Liverpool Biennials. Gelitin represented Austria at the 2001 Venice Biennale. They have participated in the first Performance Biennial in New York and the Art Sheffield 05 citywide forum”.  Gagosian gallery 
 
 biography: 
 
gelitin is comprised of four artists. 
they met first in 1978, when they all attended a summercamp. 
they have been playing and working together. 
from 1993 they began exhibiting internationally. 
2005 they changed their name from gelatin to gelitin. 
 
 
2006 
 
Bilder zum Fürchten, Gemäldegalerie d. Akad. d. Bild. Künste, Wien 
Galleri Kling & Bang, Reykjavik 
Galerie Emmanuel Perrotin, Paris 
Mozart - Experiment Aufklärung, Albertina, Wien 
„Chinese / Synthese / Leberkäse”, Kunsthaus Bregenz 
„Strozzo Papolozzo”, Galeria Massimo de Carlo, Milano 
 
2005 
 
Performance Biennale, New York 
„Tantamounter 24/7”, Leo Koenig Inc., New York 
„Sweatwat”, Gagosian Gallery, London 
Art Sheffield 05, Spectator 5, Sheffield 
Joy, Casino Luxembourg, Luxembourg 
„Hase”, Artesina (Italy) 
„Les Grands Spectacles”, Museum der Moderne, Salzburg 
„Bilder hauen – Skulpturen bauen” Zoom Kindermuseum Museumsquartier, Wien 
X Wohnungen, Märkisches Viertel, Hebbel am Ufer, Berlin 
„Dionysiac”, Centre Pompidou, Paris 
„Les innocents aux pieds sales”, Performance, Galerie Emmanuel Perrotin, Paris 
„Zapf de Pipi”, Moskau Biennale, Moskau 
 
2004 
 
„Nasser Klumpatsch”, Institute of contemporary art Sofia, Bulgaria 
The yugoslav biennial of young artists, Vrsac, Serbia 
„Möbelsalon Käsekrainer”, Galerie Meyer Kainer, Wien 
„Otto Volante”, Galeria Massimo de Carlo, Mailand 
 
2003 
 
„gelatin Institut”, Leo Koenig Inc., New York 
„gelatin at the shore of lake Pipi Kacka”, Performance, Frieze Art Fair, London 
„Osmose II”, Haus Lange, Krefelder Kunstmuseum, Krefeld 
„Arc de triomphe”, Rupertinum, Salzburg 
„Im Arsch des Elefanten steckt ein Diamant”, Schirn Kunsthalle, Frankfurt 
„Golden Shower”, Performance, Schirn Kunsthalle, Frankfurt 
„Dessinez avec Desiree”, Galerie Meyer Kainer, Wien 
 
2002 
 
„True LoveIV”, Gwangju / Korea, Biennale 
„Win Win”, Shanghai Biennale, Shanghai 
„Le Cadeau”, Galerie Emmanuel Perrotin, Paris 
„Die Schlotze”, Festwochen, Berlin 
„Flaschomat”, Kunsthalle St. Gallen 
„Grand Marquis”, Ars Futura Galerie, Zürich 
„Site de création contemporaine”, Palais de Tokyo, Paris 
„Armpit”, Liverpool Biennal, Liverpool 
Wald und Explosionen, Helmhaus, Zürich 
 
2001 
 
„Stefan”, Art in General, New York 
„gelatin is getting it all wrong again” - Leo Koenig Gallery, New York 
„Die totale Osmose”, Biennale di Venezia, Venedig, Austrian Pavillion with Granular Synthesis 
„You must stop curien”, Sonsbeek 9: Locus/Focus, Arnheim, Holland 
„Schlund”, Marstall, München 
„Furball”, Playing amongst the ruins, Royal College of Art, London 
 
 2000 
 
„Buttik Transportør”, Galerie Meyer Kainer, Wien 
„Weltwunder”, In Between, EXPO 2000, Hannover 
„Kolibri d´ amour”, with David Moises, In the beginning was Merz, Sprengel Museum, Hannover 
„Lebt und arbeitet in Wien”, Kunsthalle Wien, Wien 
„Das Ks Ks”, Milch vom ultrablauen Strom, Kunsthalle Krems, Krems 
Die neue Künstlergeneration, Kunsthalle Krems, Krems 
„A Hole to China”, 2000 Awesome Festival, Perth 
„Der traurige Turm”, Max Mobil Sendemast, Krems 
„The B-Thing”, Lower Manhattan Cultural Council, World Trade Center, New York 
„Schlürfbrunnen”, Staatz 
 
1999 
 
„Schlammloch”, Alhambra, Diendorf 
„Hugbox”, Liverpool Biennial, Liverpool 
„The Gelatin Paprika Ship”, Bishopsgate Goodsyard, London 
„Pollo Feliz”, with NEPCO, Wahlverwandschaften, Wiener Festwochen, Wien 
„!Que quapo!, La Panaderia, Mexico City 
„Human Elevator”, with Cargnelli/Szely, Mackie Appartment, Los Angeles 
„Operation Lila”, New Hospital, Meran 
„I like my job II”, Royal College of Art, London 
„Overflow” mit Caroline Schneider, New York, USA 
„Breakfast in Bed”, Austrian cultural institut, London, UK 
 
1998 
 
„Percutaneous Delight”, P.S.1, New York 
„Suck and Blow”, Spencer Brownstone Gallery, New York 
„Abgasblase”, Mackie Appartment, Los Angeles 
„Week-end” , Galerie Schloss Damtschach, Damtschach 
„Aliale” , Krems 
„I like my job I”, Honcho Magazine, New York 
„Safe Harbours”, Times Up, Posthof, Linz 
„Vidi Wall”, Flex, Wien 
  
1997 
 
„America”, Miami, Memphis, Chattanooga, New York 
„Association of Anonymous Astronauts”, with Bruno Stubenrauch, Public Netbase, Wien 
„Overdub”, Kunsthaus Glarus, Glarus 
„Gelatin‘s little spanking show”, Flex, Wien 
„Operation Lila”, Hospital, Meran 
„Lock sequence activated”, with Cargnelli/Szely, Kunstbüro, Wien 
„Back from America”, Flex, Vienna 
„Fresh Meat”, Not Coffee Studio, New York 
„Take the elevator to the 3rd Floor”, Safe, New York 
„Truck high”, Highways, Austria 
 
1996 
 
„Pronoia in Exnerland”, Kunsthalle Exnergasse, Wien 
„Les Bubble Gelatin”, Mariahilferstrasse, Wien 
„Break the safe”, Einsiedlerplatz, Wien 
„Junge Szene 1996”,  Secession, Wien 
„Real Sex”, Südrast, A2 
„Coming up”, Museum Moderner Kunst Stiftung Ludwig, 20er Haus, Wien 
„Double Bubble”, Galerie Land Niederösterreich 
„Der große Tobilisator”, Schottenfeldgasse, Wien 
„Low pressure”, Zentrum für zeitgenössische Kunst, St. Moritz 
„Sea of Madness”, Kärnten, Budapest, Graz, Kunsthaus Glarus 
 
1995 
 
„Fake Sex”, Raststation Mondsee 
„Reise nach Rom”, Stadtsaal, Krems 
„G. C. Ballina International”, Galerie Station 3, Wien 
 
1994 
 
„Flat Rabbit” Jesolo, Italy 
„Vier Tage Schönes Leben”, Altes Schlachthaus, Krems | 
   
   
    |   | 
   
   
     | 
   
   
    |   | 
   
    
					 
					 
					 
			 | 
  
 | 
          
	
 | 
         
         
          |  
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík
 
 kob@this.is | 
         
        |