vidalposter
Alejandro Vidal / BLACKOUT FOR DEATH
Alejandro Vidal
17. 03. 2007 - 15. 04. 2007
 
Opnun 17.mars (jarðhæð) klukkan 17.00. Kling & Bang gallerí er opid frá kl.14-18 fimmtudaga-sunnudaga.

Kling & Bang gallerí kynnir fyrstu einkasýningu listamannsins Alejandro Vidal á Íslandi. Sýningin samanstendur af myndbandsverkum og ljósmyndum í afgirtu rými. Verkin falla vel að hinu dæmigerða hvíta gallerírými og skert ljósið við enda ganganna sem myrkvar allar þátttökureglur.

Í einfasa innsetningunni Material Dust (2006) breiðir listamaðurinn laumulega yfir dularfulla frásögnina með rauntíma upptöku af gerð kvikmyndar. Það sem við sjáum bakvið tjöldin verður aðalumfjöllunarefnið. Líkt og í leiðslu förum við í gegnum völundarhús Hong Kong og við það vakna kvikmyndagoðsagnir borgarinnar.

Ljósmyndaserían “Negotiating a New Economical Lethal Paradise” (2006) vekur upp dýrslegar sögur sem fóstraðar eru á klassískum asískum neðanjarðarkvikmyndum. Þar sem gangsterar eru stríðsmenn dagsins í dag, ofbeldisfullur dauðdagi verður að helgiathöfn og gildismat er keypt dýru verði. Verkin eru á þröskuldi úrkynjunar, - innsæinu sem öll okkar siðmenning hangir á, tilfinningu fyrir möguleikanum á algjörum dauða.

Tactical Disorder (2006) dregur í efa sambandið milli öryggisstefnu og menningu óttans. Í gegnum næstum and-þyngdaraflslega rannsókn á bardögum, er sýnt fram á að rétt eins og títt notað orð missir fljótt merkingu sína þá eru þær aðstæður þar sem líkamleg átök verða félagslega viðtekin og ræktuð við nána skoðun.
Aukinn fjöldi öryggisráðstafanna eru að leiða okkur á “síð-pólitíska ” braut og eru þar með að beina pólitískri meðvitund okkar frá ríkjandi lögmálum og fyrirmyndum ríkisins og fela í sér að pólitík berist í gegnum lífsstíl, list og samræðu.

Á þessum tímapunkti er nánast ómögulegt að átta sig á hinni mismunandi tækni reglna og stjórnfyrirkomulags.

Með því að draga út samþjappaðar myndir úr hrifnæmum, síendurteknum draumi eða dæmisögum úr samtímanum til daglegra athugana á ástandi mannsins þá staðsetur Vidal þau dæmi úr stóra samhenginu sem er að verki: skortur á samskiptum, aðferðafræðileg óreiða og takmörkun á pólitísku frelsi í samtímanum.

Alejandro Vidal (Palma de Mallorca, Spánn) býr og starfar í Barcelona. Vidal hefur sýnt víða á alþjóðlegum vettvangi nú síðast hefur hann haldið einkasýningar í Espai Montcada, Fundació La Caixa, Barcelona, Spáni (2006); MOT, London (2005); Disrupted Noise Terror, Insurgent Space, Tirana, Albaníu (2005) or Salon at Museum of Contemporary Art. Belgrad (2004) Auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal annars: System Error: War Is A Force That Gives Us Meaning Palazzo delle Papesse, Siena, Ítalíu (2006); Busan Biennale ,Korea (2006) ; Youth of Today, Schirn Kunsthalle, Frankfurt, Þýskalandi (2006) ; Naked Life Museum of Contemporary Art Taipei, Taívan (2006) ; Personne n’est Innocent Le Confort Moderne, Poitiers, Frakklandi (2004) 
 
material02 material05 material11 material22
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is