v106f
Peter Funch
Las Vegas - Made by Man
09. 08. 2003 - 31. 08. 2003
 
Las Vegas er ótæmandi brunnur ímynda þess sem Peter hefur áhuga á að fjalla um í ljósmyndum sínum. Þar fann hann yfirborð sem er algjört konfekt þar sem ekki þarf annað en stíga út úr rammanum, taka nokkur skref og myndin skýrist...
Las Vegas borgin sem rís upp úr eyðimörkinni eins og leiktækjaland, holdgervingur kapítalismans, borg drauma, peninga, kitschins og eftirhermanna, þar sem byggingar þykjast vera frá öðrum tíma, öðrum stað og fólk þykist vera annað en það er.
Þar er hægt að gifta sig í gerfi Elvis og Öskubusku og í stað prests er galdrakarlinn í Oz. Brúðkaup verður trúðsleg athöfn ekki trúarleg, allur heilagleikinn þurrkast út og manneskjurnar eru jafn raunverulegar og gínurnar sem glittir í fyrir innan gluggann á einni myndinni. Las Vegas gefur sig út fyrir að uppfylla langanir, og hún virkar á girndina, nánast klámfengin í gervi sínu.
Peter tekur sjálfan sig út og notar augað og vélina til að sjá það sem “er”, en það sem honum finnst áhugavert að sjá er hvernig þessi raunvera getur snúist upp í andhverfu sína, orðið annar heimur þar sem trúverðugleiki þess sem er séð hlýtur að vera dreginn í efa. Raunveruleikinn er leiktjald, allt er hulið bak við grímu; yfirborð, og hinum megin er annar raunveruleiki jafn súrrealískur - bara ekki eins gljáandi.
Og þó, yfirborð myndanna er einmitt gljáandi, plastkennt, óraunverulegt; andstæðurnar í lit, birtu og innihaldi fá mann til að efast um að ekki hafi verið átt við myndirnar í tölvu. En svo er ekki, myndirnar eru lyginni líkastar, en er til betra sönnunargagn en ljósmyndin? Þó maður hafi löngum lært að það sé lygi, trúir maður að ljósmyndin samþætti raunveruleikann og sannleikann og maður lifir í þeirri blekkingu að undir yfirborðinu sé sannleikurinn falinn. Það er vímukennd raunvera sem við verðum vitni að í gegnum augu Peters, en kannski er hún einmitt þannig Las Vegas, það er stundum ekkert ótrúlegra en sannleikurinn. Ljósmyndir Peters sýna okkur Las Vegas sem frummynd eyðslusamfélagsins og undirstrikar enn frekar, að í hinum póstmóderníska, kapítalistíska samtíma okkar er yfirborðið allsráðandi. - Upp á gott og vont!


Nína
 
Curriculum vitae

Peter Funch - mail@peterfunch.com - www.peterfunch.com

2003 Student at the 10th annual ?World Press Photo Joob Swart masterclass?
2003 Represented by Blinkproduction.com in Denmark
2003 Contributers to FAILE project Lavendar
2003 Finalist at SXSW web awards
2003 Nominee guldkorn by Creative circle. Best commercial photocampaign for the AIDS foundet
2003 Solo exhibition at V1 gallery with the project “Las Vegas - Made by man”. Pictures from Las Vegas
2002 Co founder of the V1 gallery based in Copenhagen, www.v-1.dk
2002 1st prize from Danish school of Journalism with the portraits from World Trade Center, Sept. 2001
2002 1st prize. Best in open Class in Danish pressphoto of the year with the portraits from World Trade Center, Sept. 2001
2001 Joined the group exhibition “On Contempo” in Kunsthallen in Copenhagen, followed in Zinq Gallery in Stockholm
2001 Joined the group exhibition EinZweiDrei.com in Fotografisk Center in Copenhagen with the project “Crossin Red Town”
2001 “Crossing Red Town” presented at the Arles photofestival in France and was continued at Galereie d´Essai in Paris
2001 Joined stockagency Photonica
2000 1st prize in best photojournalistproject of the year from The Danish school
of journalism
2000 Graduated from The Danish school of Journalism as a Photojournalist,
www.djh.dk
2000 Awarded in open class for the project “Crossing red Town” in pressphoto of the year.
1999 Released the book “Et andet sted hen” for HT (hovedstadens trafikselskab) with Uffe Larsen as text writer
1999 Summer lived in New York. Started the project Crossing Red Town ? Pictures from Chinatown, New York.
1999 1st prize. Best daily picture in Danish pressphoto of the year
1998 Finished a 2 year practical
experience at Morgenavisen
Jyllandsposten as part of
the education
1995 Started The Danish school
of journalism photojournalist
1994 Finished half year education
in a photographic school in
Aarhus
1993 Finished Highschool
1974 Born in Nykobing Falster, Denmark the 30th of January

 
peterall
 
 
 
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík kob@this.is