hysill
Sigurður Guðjónsson 2004
HÝSILL
27. 11. 2004 - 19. 12. 2004
 
Sigurður Guðjónsson
"HÝSILL"
Opnun laugardaginn 27.nóvember klukkan 17.00

Kling & Bang gallerí er opið fimmtudaga - sunnudaga frá kl. 14 -18
 
Slagsíða landans... vél dyggðanna... siða gæði... sú framvinda römmuð inn fúnum
viði... króuð af himin háum öldum... hringveginum... grimmum afskiptalausum
sjóndeildarhring... lokað og læst kerfi klætt slori þangi og þara... gróið að innan af hýslum... hrúðukörlum í lágreistum borgum... holdvana líkamslausum samskiptum... þyrpingum... og sníkjulífinu öllu sem því fylgir... og yfir
slefar einn almáttugur á sinn útsaumaða kodda... frómum skilaboðum. Enda ríkja
málfarslegir yfirburðir þess sem byggt er á... ásættanlegu botnleysinu...
hrapandi draumaverksmiðju tungumálsins. Önglalaus og án króka... griplaust
sleipt slý... eins og sjórekið lík... enda ankerið grafið í sand djúpt
neðansjávar... með nær alla sína ryðguðu hlekki... ótengda... á umkomulausu
ráfi... svarthol vanmáttar... altækt innan marka eyjunnar... óyfirstíganlegs
hafs... á grófum hvikulum grunni... sú blágræna breiða með brostinn
sjóndeildarhring... í himinháan hrúðukarl sem hýsir roðann. Og hann vofir yfir
þessi hýsill... sníkjudýrum prýddum sogskálum og sjúga hvað sem á festir...
óskynjanleg auðæfi handan torkennilegra greininga. Því oft er öfugt farið sem
virðist illskiljanlegt... guðumlíka sköpum... svo ríkuleg af óþekktum og
gleymdum fyrirbærum... surtshola sem tekur á sig mynd... þrútins endaþarms...
fjólubláum í frjálslegu manlegu sambandi... eða við eyðibýli gernýtt yfirgefið
dráttarvélardekk.

 
4 01 03 07 08_hysill_videostill
 
 
 
Grandagarğur 20 - 101 Reykjavík kob@this.is