ripples
Anna Hallin & Olga Bergmann
GÁRUR - RIPPLES
20. 08. 2011 - 25. 09. 2011
 
SÝNING FRAMLENGT UM VIKU EÐA TIL 25.SEPTEMBER.

Opnun laugardaginn 20. ágúst kl. 17:00

Ýmsar kenndir, tilfinningar og minningar sem eiga sér bólstað í djúpinu eiga það til að gára yfirborð minnisins, þar flýtur vináttan en líka einsemdin og þar eru óljós mörkin á milli hins áþreifanlega og hins ímyndaða.

Ævintýraheimar bernskunnar flæða inn í veruleikann og hugarfóstrin líkamnast í genabreyttum kvikindum. Stelpur njóta félagsskapar hvor annarar og eru kvikindislegar í garði framtíðarinnar.

í íshöllinni er að finna endalausa ranghala, kytrur og salarkynni þar sem hæglega er hægt að villast af vegi og gefast upp á veruleikanum.

Ísinn hylur allt en sleppir birtunni í gegn, leiðin inn liggur niður í gegnum vélindað ofan í maga, þar er haf.


Kling & Bang gallerí
Hverfisgata 42
IS-101 Reykjavik

Opið fimmtudaga - sunnudaga frá kl. 14 til 18.
 
 
 
 
 
Grandagarður 20 - 101 Reykjavík kob@this.is